Innlent

Sauðfjárbændur svindluðu ekki

Ábendingin um svindlið virðist hafa verið byggð á sandi.
Fréttablaðið/vilhelm
Ábendingin um svindlið virðist hafa verið byggð á sandi. Fréttablaðið/vilhelm
Ekki er ástæða til að ætla að sauðfjárbændur fái hærri beingreiðslur frá ríkinu en þeir eiga rétt á samkvæmt lögum og reglum. Þetta er niðurstaða athugunar Ríkisendurskoðunar.

Ríkið greiðir sauðfjárbændum, sem á annað borð eiga rétt á greiðslum, tiltekna fjárhæð á hvert svokallað ærgildi. Greiðslur þessar kallast beingreiðslur.

Fyrr á þessu ári var Ríkisendurskoðun bent á að dæmi væru um að sauðfjárbændur misnotuðu þetta kerfi með því að kaupa nógu mörg ærgildi til að eiga rétt á greiðslunum án þess hins vegar að auka við framleiðslu sína. Þeir fengju þannig hærri beingreiðslur en þeir ættu rétt á.

Ríkisendurskoðun fór á stúfana og aflaði sér upplýsinga og gagna til að kanna hvort ábendingin ætti við rök að styðjast. Í ljós kom að svo virtist ekki vera. „Ekki verður því um frekari úttekt að ræða að sinni nema nýjar upplýsingar komi fram sem gefi tilefni til þess,“ segir í skýrslu embættisins um málið. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×