Innlent

Stálu miklu magni af skarti

Mennirnir brutust inn í þrjú hús á Akureyri og létu greipar sópa.
Mennirnir brutust inn í þrjú hús á Akureyri og létu greipar sópa.
Tveir ungir menn hafa verið ákærðir fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir stórfelld þjófnaðarbrot. Þeir stálu meðal annars miklu magni af skartgripum, sem sumir voru gamlir, og fjölmörgum fleiri dýrum munum.

Annar þjófanna er á þrítugsaldri en hinn innan við tvítugt. Þeim er gefið að sök að hafa brotist inn í þrjú íbúðarhús á Akureyri þar sem þeir létu greipar sópa. Auk skartgripanna sem þeir stálu á öllum stöðunum höfðu þeir á brott með sér dýran sjóvarpsskjá, tölvur, myndavél, upptökuvél, 150 minjagripaskeiðar og tugi þúsunda í peningum í íslenskri og erlendri mynt. Einnig kipptu þeir með sér tveimur tegundum af blóðþrýstingslyfjum, og einu spjaldi af róandi lyfi sem einnig dregur úr ofnæmisviðbrögðum

Þá er einnig ákært fyrir fíkniefnalagabrot, þar sem lögreglan fann átta kannabisplöntur á heimili annars mannsins, þegar hún gerði húsleit þar 9. september 2011.

Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×