Móðuharðindin talin mestu náttúruhamfarir í sögu Bretlands 2. maí 2011 09:42 Frá Lakagígum. Tugþúsundir manna í Bretlandi létu lífið af völdum eldgossins í Lakagígum árið 1783. Þetta kom fram í sjónvarpsþætti á Discovery World Channel í gærkvöldi, í þáttaröð sem ber heitið „There is a Killer out there" og fjallar um helstu ógnir sem mannkyni stafar af náttúruhamförum. Fjallað var um það hvernig eiturský frá Skaftáreldum barst yfir Evrópu fyrir rúmum 200 árum. Þykk móða lagðist þá yfir fjölda landa. Á Íslandi olli hún hörmungum sem hérlendis eru þekkt sem Móðuharðindin en áætlað er að fjórðungur íslensku þjóðarinnar hafi þá látist. Eldgosið hófst þann 8. júní þegar gríðarleg eldsprunga opnaðist við fjallið Laka. Heimildir í Bretlandi greina frá því að þann 22. júní hafi þykk móða skyggt á sólina. Hún varð bæði dauf og svo rauð að það var rétt eins og hún hefði verið vætt blóði. Móðan lá yfir sveitum Bretlands allt sumarið og höfðu menn þar í landi aldrei kynnst öðru eins. Ekki kunnu þeir þó skýringar á móðunni, og engar fregnir höfðu þeir af eldgosi á Íslandi, en mikið var skrifað um þessa óvenjulegu móðu. Samtímaheimildir greina frá því að bændur áttu erfitt með að afla uppskeru, verkamenn urðu ófærir um að vinna og margir dóu. Dr. John Grattan, við Aberystwyth-háskólann í Wales, hefur undanfarinn áratug rannsakað dánarskýrslur í mörghundruð kirkjusóknum í Bretlandi til að leita vísbendinga um banvæn áhrif Lakagíga. Hann tekur sem dæmi að í Maulden í Bedfordskíri hafi sautján manns látist sumarið 1783, þar sem eðlilegur fjöldi dauðsfalla hefði verið fjögur eða fimm. Í nágrannasókninni Cranfield létust 23 um sumarið en venjulega hefðu þeir átt að vera um sex. Og í Ampthill létust ellefu manns þegar venjulega dóu í kringum fimm manns á sama tíma. Þannig hafi ástandið verið í kirkjusóknum um allt Bretland, en verst í Austur- og Mið-Englandi. Dr. Grattan áætlar út frá rannsóknum sínum að eldgosið í Laka hafi á tveimur mánuðum yfir hásumrið 1783, í júlí og ágúst, kostað 23.000 Breta lífið, sem geri þetta að mestu náttúruhamförum í nútímasögu Bretlands. Þetta mannfall fyrir rúmum 200 árum jafngildi því að 100.000 manns færust í dag. Frakkland og önnur lönd í Vestur-Evrópu hafi orðið fyrir álíka höggi. Milljónir tonna af eitruðum gastegundum bárust frá Lakagígum yfir Norðurlönd, Bretlandseyjar og meginland Evrópu. Í móðunni voru brennisteinsdíoxíð og brennisteinssýra sem réðust á lungu fórnarlamba sinna, kæfðu og drápu jafnt karla sem konur, ríka jafnt sem fátæka. En þar með er ekki öll sagan sögð. Óvenju mikið var um þrumur og eldingar og haglél í Bretlandi sumarið 1783 og um haustið skall á fimbulkuldi. Veturinn sem í hönd fór reyndist bæði mjög kaldur og langur og er áætlað að kuldinn hafi kostað 8.000 Breta lífið til viðbótar. Þá hafi í Þýskalandi um vorið orðið einhver mestu flóð í sögu landsins. Sjónvarpsþætti Discovery World um þessar hörmungar af völdum eldgoss á Íslandi lauk með því að það væri ekki spurning um hvort heldur hvenær svona atburðir endurtækju sig. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira
Tugþúsundir manna í Bretlandi létu lífið af völdum eldgossins í Lakagígum árið 1783. Þetta kom fram í sjónvarpsþætti á Discovery World Channel í gærkvöldi, í þáttaröð sem ber heitið „There is a Killer out there" og fjallar um helstu ógnir sem mannkyni stafar af náttúruhamförum. Fjallað var um það hvernig eiturský frá Skaftáreldum barst yfir Evrópu fyrir rúmum 200 árum. Þykk móða lagðist þá yfir fjölda landa. Á Íslandi olli hún hörmungum sem hérlendis eru þekkt sem Móðuharðindin en áætlað er að fjórðungur íslensku þjóðarinnar hafi þá látist. Eldgosið hófst þann 8. júní þegar gríðarleg eldsprunga opnaðist við fjallið Laka. Heimildir í Bretlandi greina frá því að þann 22. júní hafi þykk móða skyggt á sólina. Hún varð bæði dauf og svo rauð að það var rétt eins og hún hefði verið vætt blóði. Móðan lá yfir sveitum Bretlands allt sumarið og höfðu menn þar í landi aldrei kynnst öðru eins. Ekki kunnu þeir þó skýringar á móðunni, og engar fregnir höfðu þeir af eldgosi á Íslandi, en mikið var skrifað um þessa óvenjulegu móðu. Samtímaheimildir greina frá því að bændur áttu erfitt með að afla uppskeru, verkamenn urðu ófærir um að vinna og margir dóu. Dr. John Grattan, við Aberystwyth-háskólann í Wales, hefur undanfarinn áratug rannsakað dánarskýrslur í mörghundruð kirkjusóknum í Bretlandi til að leita vísbendinga um banvæn áhrif Lakagíga. Hann tekur sem dæmi að í Maulden í Bedfordskíri hafi sautján manns látist sumarið 1783, þar sem eðlilegur fjöldi dauðsfalla hefði verið fjögur eða fimm. Í nágrannasókninni Cranfield létust 23 um sumarið en venjulega hefðu þeir átt að vera um sex. Og í Ampthill létust ellefu manns þegar venjulega dóu í kringum fimm manns á sama tíma. Þannig hafi ástandið verið í kirkjusóknum um allt Bretland, en verst í Austur- og Mið-Englandi. Dr. Grattan áætlar út frá rannsóknum sínum að eldgosið í Laka hafi á tveimur mánuðum yfir hásumrið 1783, í júlí og ágúst, kostað 23.000 Breta lífið, sem geri þetta að mestu náttúruhamförum í nútímasögu Bretlands. Þetta mannfall fyrir rúmum 200 árum jafngildi því að 100.000 manns færust í dag. Frakkland og önnur lönd í Vestur-Evrópu hafi orðið fyrir álíka höggi. Milljónir tonna af eitruðum gastegundum bárust frá Lakagígum yfir Norðurlönd, Bretlandseyjar og meginland Evrópu. Í móðunni voru brennisteinsdíoxíð og brennisteinssýra sem réðust á lungu fórnarlamba sinna, kæfðu og drápu jafnt karla sem konur, ríka jafnt sem fátæka. En þar með er ekki öll sagan sögð. Óvenju mikið var um þrumur og eldingar og haglél í Bretlandi sumarið 1783 og um haustið skall á fimbulkuldi. Veturinn sem í hönd fór reyndist bæði mjög kaldur og langur og er áætlað að kuldinn hafi kostað 8.000 Breta lífið til viðbótar. Þá hafi í Þýskalandi um vorið orðið einhver mestu flóð í sögu landsins. Sjónvarpsþætti Discovery World um þessar hörmungar af völdum eldgoss á Íslandi lauk með því að það væri ekki spurning um hvort heldur hvenær svona atburðir endurtækju sig.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira