Móðuharðindin talin mestu náttúruhamfarir í sögu Bretlands 2. maí 2011 09:42 Frá Lakagígum. Tugþúsundir manna í Bretlandi létu lífið af völdum eldgossins í Lakagígum árið 1783. Þetta kom fram í sjónvarpsþætti á Discovery World Channel í gærkvöldi, í þáttaröð sem ber heitið „There is a Killer out there" og fjallar um helstu ógnir sem mannkyni stafar af náttúruhamförum. Fjallað var um það hvernig eiturský frá Skaftáreldum barst yfir Evrópu fyrir rúmum 200 árum. Þykk móða lagðist þá yfir fjölda landa. Á Íslandi olli hún hörmungum sem hérlendis eru þekkt sem Móðuharðindin en áætlað er að fjórðungur íslensku þjóðarinnar hafi þá látist. Eldgosið hófst þann 8. júní þegar gríðarleg eldsprunga opnaðist við fjallið Laka. Heimildir í Bretlandi greina frá því að þann 22. júní hafi þykk móða skyggt á sólina. Hún varð bæði dauf og svo rauð að það var rétt eins og hún hefði verið vætt blóði. Móðan lá yfir sveitum Bretlands allt sumarið og höfðu menn þar í landi aldrei kynnst öðru eins. Ekki kunnu þeir þó skýringar á móðunni, og engar fregnir höfðu þeir af eldgosi á Íslandi, en mikið var skrifað um þessa óvenjulegu móðu. Samtímaheimildir greina frá því að bændur áttu erfitt með að afla uppskeru, verkamenn urðu ófærir um að vinna og margir dóu. Dr. John Grattan, við Aberystwyth-háskólann í Wales, hefur undanfarinn áratug rannsakað dánarskýrslur í mörghundruð kirkjusóknum í Bretlandi til að leita vísbendinga um banvæn áhrif Lakagíga. Hann tekur sem dæmi að í Maulden í Bedfordskíri hafi sautján manns látist sumarið 1783, þar sem eðlilegur fjöldi dauðsfalla hefði verið fjögur eða fimm. Í nágrannasókninni Cranfield létust 23 um sumarið en venjulega hefðu þeir átt að vera um sex. Og í Ampthill létust ellefu manns þegar venjulega dóu í kringum fimm manns á sama tíma. Þannig hafi ástandið verið í kirkjusóknum um allt Bretland, en verst í Austur- og Mið-Englandi. Dr. Grattan áætlar út frá rannsóknum sínum að eldgosið í Laka hafi á tveimur mánuðum yfir hásumrið 1783, í júlí og ágúst, kostað 23.000 Breta lífið, sem geri þetta að mestu náttúruhamförum í nútímasögu Bretlands. Þetta mannfall fyrir rúmum 200 árum jafngildi því að 100.000 manns færust í dag. Frakkland og önnur lönd í Vestur-Evrópu hafi orðið fyrir álíka höggi. Milljónir tonna af eitruðum gastegundum bárust frá Lakagígum yfir Norðurlönd, Bretlandseyjar og meginland Evrópu. Í móðunni voru brennisteinsdíoxíð og brennisteinssýra sem réðust á lungu fórnarlamba sinna, kæfðu og drápu jafnt karla sem konur, ríka jafnt sem fátæka. En þar með er ekki öll sagan sögð. Óvenju mikið var um þrumur og eldingar og haglél í Bretlandi sumarið 1783 og um haustið skall á fimbulkuldi. Veturinn sem í hönd fór reyndist bæði mjög kaldur og langur og er áætlað að kuldinn hafi kostað 8.000 Breta lífið til viðbótar. Þá hafi í Þýskalandi um vorið orðið einhver mestu flóð í sögu landsins. Sjónvarpsþætti Discovery World um þessar hörmungar af völdum eldgoss á Íslandi lauk með því að það væri ekki spurning um hvort heldur hvenær svona atburðir endurtækju sig. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Tugþúsundir manna í Bretlandi létu lífið af völdum eldgossins í Lakagígum árið 1783. Þetta kom fram í sjónvarpsþætti á Discovery World Channel í gærkvöldi, í þáttaröð sem ber heitið „There is a Killer out there" og fjallar um helstu ógnir sem mannkyni stafar af náttúruhamförum. Fjallað var um það hvernig eiturský frá Skaftáreldum barst yfir Evrópu fyrir rúmum 200 árum. Þykk móða lagðist þá yfir fjölda landa. Á Íslandi olli hún hörmungum sem hérlendis eru þekkt sem Móðuharðindin en áætlað er að fjórðungur íslensku þjóðarinnar hafi þá látist. Eldgosið hófst þann 8. júní þegar gríðarleg eldsprunga opnaðist við fjallið Laka. Heimildir í Bretlandi greina frá því að þann 22. júní hafi þykk móða skyggt á sólina. Hún varð bæði dauf og svo rauð að það var rétt eins og hún hefði verið vætt blóði. Móðan lá yfir sveitum Bretlands allt sumarið og höfðu menn þar í landi aldrei kynnst öðru eins. Ekki kunnu þeir þó skýringar á móðunni, og engar fregnir höfðu þeir af eldgosi á Íslandi, en mikið var skrifað um þessa óvenjulegu móðu. Samtímaheimildir greina frá því að bændur áttu erfitt með að afla uppskeru, verkamenn urðu ófærir um að vinna og margir dóu. Dr. John Grattan, við Aberystwyth-háskólann í Wales, hefur undanfarinn áratug rannsakað dánarskýrslur í mörghundruð kirkjusóknum í Bretlandi til að leita vísbendinga um banvæn áhrif Lakagíga. Hann tekur sem dæmi að í Maulden í Bedfordskíri hafi sautján manns látist sumarið 1783, þar sem eðlilegur fjöldi dauðsfalla hefði verið fjögur eða fimm. Í nágrannasókninni Cranfield létust 23 um sumarið en venjulega hefðu þeir átt að vera um sex. Og í Ampthill létust ellefu manns þegar venjulega dóu í kringum fimm manns á sama tíma. Þannig hafi ástandið verið í kirkjusóknum um allt Bretland, en verst í Austur- og Mið-Englandi. Dr. Grattan áætlar út frá rannsóknum sínum að eldgosið í Laka hafi á tveimur mánuðum yfir hásumrið 1783, í júlí og ágúst, kostað 23.000 Breta lífið, sem geri þetta að mestu náttúruhamförum í nútímasögu Bretlands. Þetta mannfall fyrir rúmum 200 árum jafngildi því að 100.000 manns færust í dag. Frakkland og önnur lönd í Vestur-Evrópu hafi orðið fyrir álíka höggi. Milljónir tonna af eitruðum gastegundum bárust frá Lakagígum yfir Norðurlönd, Bretlandseyjar og meginland Evrópu. Í móðunni voru brennisteinsdíoxíð og brennisteinssýra sem réðust á lungu fórnarlamba sinna, kæfðu og drápu jafnt karla sem konur, ríka jafnt sem fátæka. En þar með er ekki öll sagan sögð. Óvenju mikið var um þrumur og eldingar og haglél í Bretlandi sumarið 1783 og um haustið skall á fimbulkuldi. Veturinn sem í hönd fór reyndist bæði mjög kaldur og langur og er áætlað að kuldinn hafi kostað 8.000 Breta lífið til viðbótar. Þá hafi í Þýskalandi um vorið orðið einhver mestu flóð í sögu landsins. Sjónvarpsþætti Discovery World um þessar hörmungar af völdum eldgoss á Íslandi lauk með því að það væri ekki spurning um hvort heldur hvenær svona atburðir endurtækju sig.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira