Hátt í hundrað lögreglumenn verða á vakt 17. ágúst 2011 09:00 Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir marga og ólíka kostnaðarliði liggja að baki Menningarnótt, en kostnaður borgarinnar er fimm milljónir króna. fréttablaðið/vilhelm Búist er við miklum fjölda í miðborg Reykjavíkur á Menningarnótt, næstkomandi laugardag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun auka löggæslu til muna og segir Stefán Eiríksson lögreglustjóri að fjöldi lögreglumanna á vakt muni líklega nálgast hundrað. „Þetta er eina nóttin sem byrjar að morgni og stendur út nóttina. Undanfarin ár hafa nálægt hundrað lögreglumenn staðið vaktina og þetta verður svipað í ár,“ segir Stefán. Ókeypis verður í strætó allan daginn og er fólk hvatt til þess að nýta sér þann kost eða tvo jafnfljóta. Stefán segir að lögreglan muni ekki hika við að vera með sektablokkina á lofti ef ökumenn kjósi að leggja bílum sínum ólöglega. Miðborgin verður meira og minna lokuð fyrir bílaumferð allan laugardaginn. Kostnaður Höfuðborgarstofu, sem stendur að hátíðinni, er fimm milljónir króna, líkt og á síðasta ári. Landsbankinn styrkir hátíðina um 2,5 milljónir og Vodafone kostar flugeldasýninguna, sem mun kosta á bilinu 2,5 til 2,8 milljónir króna. Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir þennan kostnað einungis taka beint til viðburða og skipulagningar. „Ekkert af þessum peningum er að fara í skrifstofukostnað eða annað slíkt. Það kostar líka að loka götum og hreinsa borgina eftir Menningarnótt,“ segir Sif. „En það erum auðvitað ekki við á Höfuðborgarstofu sem erum að búa til þessa hátíð. Það eru þeir mörg þúsund manns sem eru að framkvæma þessa 350 viðburði. Þetta er ótrúleg hátíð. Á hverju ári verður til einhvers konar galdur og ég verð alltaf jafn hissa.“ - sv Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira
Búist er við miklum fjölda í miðborg Reykjavíkur á Menningarnótt, næstkomandi laugardag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun auka löggæslu til muna og segir Stefán Eiríksson lögreglustjóri að fjöldi lögreglumanna á vakt muni líklega nálgast hundrað. „Þetta er eina nóttin sem byrjar að morgni og stendur út nóttina. Undanfarin ár hafa nálægt hundrað lögreglumenn staðið vaktina og þetta verður svipað í ár,“ segir Stefán. Ókeypis verður í strætó allan daginn og er fólk hvatt til þess að nýta sér þann kost eða tvo jafnfljóta. Stefán segir að lögreglan muni ekki hika við að vera með sektablokkina á lofti ef ökumenn kjósi að leggja bílum sínum ólöglega. Miðborgin verður meira og minna lokuð fyrir bílaumferð allan laugardaginn. Kostnaður Höfuðborgarstofu, sem stendur að hátíðinni, er fimm milljónir króna, líkt og á síðasta ári. Landsbankinn styrkir hátíðina um 2,5 milljónir og Vodafone kostar flugeldasýninguna, sem mun kosta á bilinu 2,5 til 2,8 milljónir króna. Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir þennan kostnað einungis taka beint til viðburða og skipulagningar. „Ekkert af þessum peningum er að fara í skrifstofukostnað eða annað slíkt. Það kostar líka að loka götum og hreinsa borgina eftir Menningarnótt,“ segir Sif. „En það erum auðvitað ekki við á Höfuðborgarstofu sem erum að búa til þessa hátíð. Það eru þeir mörg þúsund manns sem eru að framkvæma þessa 350 viðburði. Þetta er ótrúleg hátíð. Á hverju ári verður til einhvers konar galdur og ég verð alltaf jafn hissa.“ - sv
Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira