Hátt í hundrað lögreglumenn verða á vakt 17. ágúst 2011 09:00 Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir marga og ólíka kostnaðarliði liggja að baki Menningarnótt, en kostnaður borgarinnar er fimm milljónir króna. fréttablaðið/vilhelm Búist er við miklum fjölda í miðborg Reykjavíkur á Menningarnótt, næstkomandi laugardag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun auka löggæslu til muna og segir Stefán Eiríksson lögreglustjóri að fjöldi lögreglumanna á vakt muni líklega nálgast hundrað. „Þetta er eina nóttin sem byrjar að morgni og stendur út nóttina. Undanfarin ár hafa nálægt hundrað lögreglumenn staðið vaktina og þetta verður svipað í ár,“ segir Stefán. Ókeypis verður í strætó allan daginn og er fólk hvatt til þess að nýta sér þann kost eða tvo jafnfljóta. Stefán segir að lögreglan muni ekki hika við að vera með sektablokkina á lofti ef ökumenn kjósi að leggja bílum sínum ólöglega. Miðborgin verður meira og minna lokuð fyrir bílaumferð allan laugardaginn. Kostnaður Höfuðborgarstofu, sem stendur að hátíðinni, er fimm milljónir króna, líkt og á síðasta ári. Landsbankinn styrkir hátíðina um 2,5 milljónir og Vodafone kostar flugeldasýninguna, sem mun kosta á bilinu 2,5 til 2,8 milljónir króna. Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir þennan kostnað einungis taka beint til viðburða og skipulagningar. „Ekkert af þessum peningum er að fara í skrifstofukostnað eða annað slíkt. Það kostar líka að loka götum og hreinsa borgina eftir Menningarnótt,“ segir Sif. „En það erum auðvitað ekki við á Höfuðborgarstofu sem erum að búa til þessa hátíð. Það eru þeir mörg þúsund manns sem eru að framkvæma þessa 350 viðburði. Þetta er ótrúleg hátíð. Á hverju ári verður til einhvers konar galdur og ég verð alltaf jafn hissa.“ - sv Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Búist er við miklum fjölda í miðborg Reykjavíkur á Menningarnótt, næstkomandi laugardag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun auka löggæslu til muna og segir Stefán Eiríksson lögreglustjóri að fjöldi lögreglumanna á vakt muni líklega nálgast hundrað. „Þetta er eina nóttin sem byrjar að morgni og stendur út nóttina. Undanfarin ár hafa nálægt hundrað lögreglumenn staðið vaktina og þetta verður svipað í ár,“ segir Stefán. Ókeypis verður í strætó allan daginn og er fólk hvatt til þess að nýta sér þann kost eða tvo jafnfljóta. Stefán segir að lögreglan muni ekki hika við að vera með sektablokkina á lofti ef ökumenn kjósi að leggja bílum sínum ólöglega. Miðborgin verður meira og minna lokuð fyrir bílaumferð allan laugardaginn. Kostnaður Höfuðborgarstofu, sem stendur að hátíðinni, er fimm milljónir króna, líkt og á síðasta ári. Landsbankinn styrkir hátíðina um 2,5 milljónir og Vodafone kostar flugeldasýninguna, sem mun kosta á bilinu 2,5 til 2,8 milljónir króna. Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir þennan kostnað einungis taka beint til viðburða og skipulagningar. „Ekkert af þessum peningum er að fara í skrifstofukostnað eða annað slíkt. Það kostar líka að loka götum og hreinsa borgina eftir Menningarnótt,“ segir Sif. „En það erum auðvitað ekki við á Höfuðborgarstofu sem erum að búa til þessa hátíð. Það eru þeir mörg þúsund manns sem eru að framkvæma þessa 350 viðburði. Þetta er ótrúleg hátíð. Á hverju ári verður til einhvers konar galdur og ég verð alltaf jafn hissa.“ - sv
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira