Fjögur ráðuneyti skoða tolla á kjöti 17. ágúst 2011 08:00 Jón telur að nægt framboð sé á markaði af kjöti. Ekki sé lambakjötsskortur og slátrun hefjist á morgun. Því sé framboðið tryggt. fréttablaðið/stefán Starfshópur fjögurra ráðuneyta mun bregðast við úrskurði umboðsmanns Alþingis þess efnis að meinbugir séu á tollalögum og þau stangist á við stjórnarskrá. Málið snýr að heimildum ráðherra til ákvörðunar um álagningu tolla á landbúnaðarvörur. Málið hefur verið á borði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins síðan úrskurðurinn féll, 21. júlí, en það var einnig sent Alþingi og fjármálaráðuneytinu, þar sem umsjón tollamála er þar. Auk þessara ráðuneyta verður fulltrúi utanríkisráðuneytisins í hópnum og einnig forsætisráðuneytisins. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það stórmál ef Alþingi hafi samþykkt lög sem ekki standist stjórnarskrá, en það verði nú skoðað. Lögin voru sett árið 2005. Verslunareigendur hafa kvartað undan kjötskorti, en Jón segist ekki hafa fengið það staðfest að slíkt sé á rökum reist. „Ég tek þá umræðu alvarlega ef ekki er til nægt lambakjöt á markaðnum. Mér hefur hins vegar verið tjáð af sláturleyfishöfum að það sé til nægt kjöt til að svara eftirspurn þar til slátrun hefst. Mér hefur einnig verið tjáð að slátrun hefjist nú á fimmtudag og síðan verður áframhaldandi slátrun fram á haust þannig að þá ætti að vera nægjanlegt kjöt á markaði og umræðan um þetta að hverfa.“ Borið hefur á skorti á öðru kjöti en lambakjöti, en Jón segir að hann hafi ekki fengið það staðfest heldur. „Það er jú sérstök nefnd sem fer yfir þau mál og Samtök verslunar og þjónustu eiga fulltrúa þar,“ segir Jón. Nefndin fari yfir stöðuna hvað varðar innflutning á tilteknum kjötvörum og bendir Jón á að töluverður innflutningur sé í gangi. Málið verði hins vegar skoðað. „Mér hefur verið tjáð að það sé nægilegt framboð á kjúklingakjöti á markaðnum.“ Spurður hvort staðan kalli á endurskoðun á landbúnaðarkerfinu segir Jón það allt aðra umræðu. Komi upp sú staða að kjöt vanti á markað sé brugðist við því. „Mér hefur verið tjáð að þetta sé í góðu lagi, enda leyfður töluverður innflutningur á kjöttegundum sem talið er að vanti.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá á laugardag hafa Samtök verslunar og þjónustu kært það til umboðsmanns Alþingis að ekki hafi verið gefinn út innflutningskvóti á lambakjöt. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Starfshópur fjögurra ráðuneyta mun bregðast við úrskurði umboðsmanns Alþingis þess efnis að meinbugir séu á tollalögum og þau stangist á við stjórnarskrá. Málið snýr að heimildum ráðherra til ákvörðunar um álagningu tolla á landbúnaðarvörur. Málið hefur verið á borði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins síðan úrskurðurinn féll, 21. júlí, en það var einnig sent Alþingi og fjármálaráðuneytinu, þar sem umsjón tollamála er þar. Auk þessara ráðuneyta verður fulltrúi utanríkisráðuneytisins í hópnum og einnig forsætisráðuneytisins. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það stórmál ef Alþingi hafi samþykkt lög sem ekki standist stjórnarskrá, en það verði nú skoðað. Lögin voru sett árið 2005. Verslunareigendur hafa kvartað undan kjötskorti, en Jón segist ekki hafa fengið það staðfest að slíkt sé á rökum reist. „Ég tek þá umræðu alvarlega ef ekki er til nægt lambakjöt á markaðnum. Mér hefur hins vegar verið tjáð af sláturleyfishöfum að það sé til nægt kjöt til að svara eftirspurn þar til slátrun hefst. Mér hefur einnig verið tjáð að slátrun hefjist nú á fimmtudag og síðan verður áframhaldandi slátrun fram á haust þannig að þá ætti að vera nægjanlegt kjöt á markaði og umræðan um þetta að hverfa.“ Borið hefur á skorti á öðru kjöti en lambakjöti, en Jón segir að hann hafi ekki fengið það staðfest heldur. „Það er jú sérstök nefnd sem fer yfir þau mál og Samtök verslunar og þjónustu eiga fulltrúa þar,“ segir Jón. Nefndin fari yfir stöðuna hvað varðar innflutning á tilteknum kjötvörum og bendir Jón á að töluverður innflutningur sé í gangi. Málið verði hins vegar skoðað. „Mér hefur verið tjáð að það sé nægilegt framboð á kjúklingakjöti á markaðnum.“ Spurður hvort staðan kalli á endurskoðun á landbúnaðarkerfinu segir Jón það allt aðra umræðu. Komi upp sú staða að kjöt vanti á markað sé brugðist við því. „Mér hefur verið tjáð að þetta sé í góðu lagi, enda leyfður töluverður innflutningur á kjöttegundum sem talið er að vanti.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá á laugardag hafa Samtök verslunar og þjónustu kært það til umboðsmanns Alþingis að ekki hafi verið gefinn út innflutningskvóti á lambakjöt. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði