Fjögur ráðuneyti skoða tolla á kjöti 17. ágúst 2011 08:00 Jón telur að nægt framboð sé á markaði af kjöti. Ekki sé lambakjötsskortur og slátrun hefjist á morgun. Því sé framboðið tryggt. fréttablaðið/stefán Starfshópur fjögurra ráðuneyta mun bregðast við úrskurði umboðsmanns Alþingis þess efnis að meinbugir séu á tollalögum og þau stangist á við stjórnarskrá. Málið snýr að heimildum ráðherra til ákvörðunar um álagningu tolla á landbúnaðarvörur. Málið hefur verið á borði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins síðan úrskurðurinn féll, 21. júlí, en það var einnig sent Alþingi og fjármálaráðuneytinu, þar sem umsjón tollamála er þar. Auk þessara ráðuneyta verður fulltrúi utanríkisráðuneytisins í hópnum og einnig forsætisráðuneytisins. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það stórmál ef Alþingi hafi samþykkt lög sem ekki standist stjórnarskrá, en það verði nú skoðað. Lögin voru sett árið 2005. Verslunareigendur hafa kvartað undan kjötskorti, en Jón segist ekki hafa fengið það staðfest að slíkt sé á rökum reist. „Ég tek þá umræðu alvarlega ef ekki er til nægt lambakjöt á markaðnum. Mér hefur hins vegar verið tjáð af sláturleyfishöfum að það sé til nægt kjöt til að svara eftirspurn þar til slátrun hefst. Mér hefur einnig verið tjáð að slátrun hefjist nú á fimmtudag og síðan verður áframhaldandi slátrun fram á haust þannig að þá ætti að vera nægjanlegt kjöt á markaði og umræðan um þetta að hverfa.“ Borið hefur á skorti á öðru kjöti en lambakjöti, en Jón segir að hann hafi ekki fengið það staðfest heldur. „Það er jú sérstök nefnd sem fer yfir þau mál og Samtök verslunar og þjónustu eiga fulltrúa þar,“ segir Jón. Nefndin fari yfir stöðuna hvað varðar innflutning á tilteknum kjötvörum og bendir Jón á að töluverður innflutningur sé í gangi. Málið verði hins vegar skoðað. „Mér hefur verið tjáð að það sé nægilegt framboð á kjúklingakjöti á markaðnum.“ Spurður hvort staðan kalli á endurskoðun á landbúnaðarkerfinu segir Jón það allt aðra umræðu. Komi upp sú staða að kjöt vanti á markað sé brugðist við því. „Mér hefur verið tjáð að þetta sé í góðu lagi, enda leyfður töluverður innflutningur á kjöttegundum sem talið er að vanti.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá á laugardag hafa Samtök verslunar og þjónustu kært það til umboðsmanns Alþingis að ekki hafi verið gefinn út innflutningskvóti á lambakjöt. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Starfshópur fjögurra ráðuneyta mun bregðast við úrskurði umboðsmanns Alþingis þess efnis að meinbugir séu á tollalögum og þau stangist á við stjórnarskrá. Málið snýr að heimildum ráðherra til ákvörðunar um álagningu tolla á landbúnaðarvörur. Málið hefur verið á borði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins síðan úrskurðurinn féll, 21. júlí, en það var einnig sent Alþingi og fjármálaráðuneytinu, þar sem umsjón tollamála er þar. Auk þessara ráðuneyta verður fulltrúi utanríkisráðuneytisins í hópnum og einnig forsætisráðuneytisins. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það stórmál ef Alþingi hafi samþykkt lög sem ekki standist stjórnarskrá, en það verði nú skoðað. Lögin voru sett árið 2005. Verslunareigendur hafa kvartað undan kjötskorti, en Jón segist ekki hafa fengið það staðfest að slíkt sé á rökum reist. „Ég tek þá umræðu alvarlega ef ekki er til nægt lambakjöt á markaðnum. Mér hefur hins vegar verið tjáð af sláturleyfishöfum að það sé til nægt kjöt til að svara eftirspurn þar til slátrun hefst. Mér hefur einnig verið tjáð að slátrun hefjist nú á fimmtudag og síðan verður áframhaldandi slátrun fram á haust þannig að þá ætti að vera nægjanlegt kjöt á markaði og umræðan um þetta að hverfa.“ Borið hefur á skorti á öðru kjöti en lambakjöti, en Jón segir að hann hafi ekki fengið það staðfest heldur. „Það er jú sérstök nefnd sem fer yfir þau mál og Samtök verslunar og þjónustu eiga fulltrúa þar,“ segir Jón. Nefndin fari yfir stöðuna hvað varðar innflutning á tilteknum kjötvörum og bendir Jón á að töluverður innflutningur sé í gangi. Málið verði hins vegar skoðað. „Mér hefur verið tjáð að það sé nægilegt framboð á kjúklingakjöti á markaðnum.“ Spurður hvort staðan kalli á endurskoðun á landbúnaðarkerfinu segir Jón það allt aðra umræðu. Komi upp sú staða að kjöt vanti á markað sé brugðist við því. „Mér hefur verið tjáð að þetta sé í góðu lagi, enda leyfður töluverður innflutningur á kjöttegundum sem talið er að vanti.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá á laugardag hafa Samtök verslunar og þjónustu kært það til umboðsmanns Alþingis að ekki hafi verið gefinn út innflutningskvóti á lambakjöt. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira