Segir sveitarfélögin gera lítið úr störfum leikskólakennara 17. ágúst 2011 06:15 Börn að leik Óvíst er hvort dyr muni standa opnar fyrir leikskólabörnum í landinu næsta mánudag. Ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum og nýr fundur hefur ekki verið boðaður.fréttablaðið/hag Það er klárt verkfallsbrot ef aðrir starfsmenn leikskóla verða látnir manna stöður leikskólakennara í boðuðu verkfalli sem að óbreyttu hefst næstkomandi mánudag, segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara (FL). Hann gagnrýnir harðlega framsetningu Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) á því hvernig hægt verði að halda deildum opnum í verkfalli með ófaglærðu starfsfólki og starfsmönnum sem ekki eru í FL. Haraldur segist finna fyrir mikilli samstöðu meðal starfsmanna í stéttinni sem eru utan FL. Hann segir félagið munu leita til félagsdóms ef lagaleg álitamál verði áfram til staðar, komi til verkfalls á mánudag. Haraldur segir að verið sé að gera lítið úr störfum leikskólakennara með þeirri framsetningu sem SÍS hefur haldið á lofti. „Þetta er túlkun sem stenst engan veginn. Í lögbundnum verkföllum gilda ekki sömu stjórnunarákvæði og í eðlilegu ástandi, heldur gilda allt önnur lögmál.“ Haraldur bætir við að hann hafi enga trú á því að annað starfsfólk á leikskólum muni sýna því áhuga að manna þau störf sem eftir standa ef til verkfalls kemur á mánudag. „Ég hef ekki fundið annað en samstöðu frá þessum hópum. Þá hef ég einnig heyrt af mögulegum samúðarverkföllum hjá starfsfólki sjálfstætt starfandi leikskóla,“ segir Haraldur. Halldór Halldórsson, formaður SÍS, segir það vera lagalegt álitamál hvort stjórnendum leikskóla beri að sinna þeim deildum sem muni lokast í verkfallinu. „Við viljum ekki brjóta nein lög. Það er alls ekki ætlunin að gera lítið úr aðgerðum leikskólakennara með þessum athugunum,“ segir Halldór. Hann segir starfsemi leikskóla munu breytast mikið komi til verkfalls, en bendir á að meira en helmingur starfsmanna á leikskólum séu ófaglærður. Þrátt fyrir það segir hann augljóst að verkfallið muni hafa mikil áhrif. „Við berum virðingu fyrir þessum réttindum og viljum gera þetta eins og heimilt er. En það er alls staðar verið að skoða þessi mál.“ Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Félags leikskólakennara, er ósammála ummælum Halldórs og segir lög um verkfallsrétt skýr. „Það má einfaldlega ekki láta þá sem ekki eru í verkfalli ganga í störf annarra. Það má ekki auka þeirra störf sem eru ekki í verkfalli.“ Erna segir FL ætla að halda uppi verkfallsvörslu til að koma í veg fyrir að gengið verði í störf leikskólakennara. Halldór Halldórsson ítrekar að samninganefndirnar eigi að setjast við samningaborðið og klára málin fyrir mánudag. Hann segist skilja báðar hliðar vel og málið snúist ekki um að sveitarfélögin vilji ekki borga hærri laun. Peningarnir séu einfaldlega ekki til. „Þetta er ofboðslega erfið tímasetning og erfitt að eiga við hana. En ég skil kröfur þeirra, það er bara svo erfitt að koma til móts við þær við þessar aðstæður. En einhvers staðar hlýtur að vera hægt að mætast,“ segir Halldór. sunna@frettabladid.is Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Það er klárt verkfallsbrot ef aðrir starfsmenn leikskóla verða látnir manna stöður leikskólakennara í boðuðu verkfalli sem að óbreyttu hefst næstkomandi mánudag, segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara (FL). Hann gagnrýnir harðlega framsetningu Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) á því hvernig hægt verði að halda deildum opnum í verkfalli með ófaglærðu starfsfólki og starfsmönnum sem ekki eru í FL. Haraldur segist finna fyrir mikilli samstöðu meðal starfsmanna í stéttinni sem eru utan FL. Hann segir félagið munu leita til félagsdóms ef lagaleg álitamál verði áfram til staðar, komi til verkfalls á mánudag. Haraldur segir að verið sé að gera lítið úr störfum leikskólakennara með þeirri framsetningu sem SÍS hefur haldið á lofti. „Þetta er túlkun sem stenst engan veginn. Í lögbundnum verkföllum gilda ekki sömu stjórnunarákvæði og í eðlilegu ástandi, heldur gilda allt önnur lögmál.“ Haraldur bætir við að hann hafi enga trú á því að annað starfsfólk á leikskólum muni sýna því áhuga að manna þau störf sem eftir standa ef til verkfalls kemur á mánudag. „Ég hef ekki fundið annað en samstöðu frá þessum hópum. Þá hef ég einnig heyrt af mögulegum samúðarverkföllum hjá starfsfólki sjálfstætt starfandi leikskóla,“ segir Haraldur. Halldór Halldórsson, formaður SÍS, segir það vera lagalegt álitamál hvort stjórnendum leikskóla beri að sinna þeim deildum sem muni lokast í verkfallinu. „Við viljum ekki brjóta nein lög. Það er alls ekki ætlunin að gera lítið úr aðgerðum leikskólakennara með þessum athugunum,“ segir Halldór. Hann segir starfsemi leikskóla munu breytast mikið komi til verkfalls, en bendir á að meira en helmingur starfsmanna á leikskólum séu ófaglærður. Þrátt fyrir það segir hann augljóst að verkfallið muni hafa mikil áhrif. „Við berum virðingu fyrir þessum réttindum og viljum gera þetta eins og heimilt er. En það er alls staðar verið að skoða þessi mál.“ Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Félags leikskólakennara, er ósammála ummælum Halldórs og segir lög um verkfallsrétt skýr. „Það má einfaldlega ekki láta þá sem ekki eru í verkfalli ganga í störf annarra. Það má ekki auka þeirra störf sem eru ekki í verkfalli.“ Erna segir FL ætla að halda uppi verkfallsvörslu til að koma í veg fyrir að gengið verði í störf leikskólakennara. Halldór Halldórsson ítrekar að samninganefndirnar eigi að setjast við samningaborðið og klára málin fyrir mánudag. Hann segist skilja báðar hliðar vel og málið snúist ekki um að sveitarfélögin vilji ekki borga hærri laun. Peningarnir séu einfaldlega ekki til. „Þetta er ofboðslega erfið tímasetning og erfitt að eiga við hana. En ég skil kröfur þeirra, það er bara svo erfitt að koma til móts við þær við þessar aðstæður. En einhvers staðar hlýtur að vera hægt að mætast,“ segir Halldór. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira