Enski boltinn

Tímabilið búið hjá Djourou - Fór úr axlalið

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Djourou liggur á vellinum eftir að hafa farið úr axlalið.
Djourou liggur á vellinum eftir að hafa farið úr axlalið. Nordic Photos/Getty Images
Svissneski varnarmaðurinn Johan Djourou mun ekki leika meira með Arsenal á þessari leiktíð eftir að hann fór úr axlalið í leiknum gegn Manchester United í 8-liða úrslitum enska bikarsins.

Djourou varð fyrir meiðslunum er samherji hans, Bacary Sagna, lenti á Djourou sem lá á vellinum eftir tæklingu. Djourou var borinn af velli Arsene Wenger staðfestir að hann muni ekki leika meira með á þessari leiktíð. „Hann fór úr axlalið og tímabilið er búið hjá honum."

Djourou bætist við á meiðslalistann hjá Arsenal en nú þegar eru þeir Theo Walcott, Alex Song, Thomas Vermaelen og Cesc Fabregas frá vegna meiðsla. Djourou hefur leikið vel með liði Arsenal að undanförnu og því er brotthvarf hans áhyggjutíðindi fyrir Arsenal sem er í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×