Fótbolti

Warnock: Mitt helsta afrek á ferlinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Neil Warnock fagnar hér með leikmönnum QPR. Mynd./Getty Images
Neil Warnock fagnar hér með leikmönnum QPR. Mynd./Getty Images
Neil Warnock, kattspyrnustjóri QPR, segir í breskum fjölmiðlum í dag að hans helsta afrek á ferlinum sé að koma liðinu upp í ensku úrvaldsdeildina.

Heiðar Helguson og félagar í QPR tryggðu sér sæti á meðal þeirra bestu í gær eftir góðan sigur, 2-0, gegn Watford og ekkert getur því komið í veg fyrir að liðið leiki í efstu deild í ágúst.

„Þetta hefur verið þvílíkt rússíbanaferð síðastliðna 13 mánuði og ég get varla komið orði að því hversu stoltur ég er af leikmönnum mínum,“ sagði Warnock.

„Ég sagði við strákana í hálfleik gegn Watford að við værum 45 mínútum frá því að upplifa hlut sem við eigum aldrei eftir að gleyma“.

„Þetta tímabil hefur verið hreint út sagt frábært og ég hef aldrei notið mín eins mikið sem framkvæmdarstóri eins og á þessari leiktíð“.

„Þetta er án efa mitt helsta afrek sem framkvæmdarstjóri og ég get ekki borið neitt saman við þennan árangur“.

„Ég hélt að ég yrði búin að leggja pokann minn á hilluna á þessum tíma, en í staðinn er ég með besta lið sem ég hef haft í höndunum og ég elska að mæta í vinnuna í augablikinu“.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×