Erlent

Sýrlenskir skriðdrekar láta sprengjum rigna

MYND/AP
Skriðdrekar Sýrlandsstjórnar hafa látið sprengjum rigna yfir bæinn al-Rastan í Homs héraði í alla nótt. Þrír eru sárir að því er mannréttindasamtök segja. Héraðið hefur verið vígi mótmælenda í landinu síðustu sjö mánuði en almenningur krefst þess að forsetinn Bashar al-Assad segi af sér. Rúmlega 2700 almennir borgarar hafa fallið í átökum við stjórnarhermenn frá því átökin hófust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×