Forseti Hells Angels gagnrýnir „taktík" lögreglu Erla Hlynsdóttir skrifar 24. júní 2011 14:44 Einar "Boom" ætlar að kæra lögreglustjóra og innanríkisráðherra fyrir meiðyrði Mynd Valgarður Einar „Boom" Marteinsson, forseti Hells Angels á Íslandi, er afar ósáttur við að lögreglan bendli samtökin við handtöku manns sem var gómaður með heimagert skotvopn í fyrradag. „Þetta tengist okkur ekki á neinn hátt. Fréttin hjá lögreglunni er röng. Þetta er bara „taktík" hjá lögreglunni að bendla okkur við þetta," segir Einar. Lögreglan sendi út fréttatilkynningu í gær um handtökuna og segir þar: „Á staðnum fundust einnig gögn sem tengjast ætluðum meðlimum vélhjólahópsins Hells Angels og er hinn handtekni grunaður um að tengjast hópnum." Vísir birti frétt um málið í gær og hafði Einar því samband við fréttamann í því skyni að koma sínu sjónarmiði á framfæri. Einar hefur áður gagnrýnt upplýsingagjöf lögreglu til fjölmiðla og segir hann Hells Angels ítrekað bendlað við glæpastarfsemi, að ósekju. Þá hefur hann gefið út að hann ætli að stefna lögreglustjóra og innanríkisráðherra fyrir meiðyrði eftir að þeir gáfu út opinberlega að Hells Angels væru glæpasamtök.Neitar því að vera glæpamaður Þegar blaðamaður segir við Einar að það sé einföld staðreynd að meðlimir Hells Angels hafi um víða veröld verið handteknir og dæmdir fyrir alvarlega glæpi, svarar Einar: „Það eru menn sem tengjast Sjálfstæðisflokknum sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi. Það eru menn sem tengjast Þjóðkirkjunni sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi." Blaðamaður spyr Einar því beint hvort hann sé sjálfur glæpamaður. „Nei, ég er mótorhjólamaður," svarar hann. Einar segir Hells Angels vera fjölskylduvæn samtök áhugamanna um mótorhjól og er honum annt um að þau séu ekki tengd við afbrot af nokkru tagi. Tengdar fréttir Heimagert skotvopn fannst - eigandinn talinn tengdur Hells angels Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær rúmlega tvítugan mann eftir að skotvopn fannst við húsleit í Hafnarfirði. 23. júní 2011 15:19 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Sjá meira
Einar „Boom" Marteinsson, forseti Hells Angels á Íslandi, er afar ósáttur við að lögreglan bendli samtökin við handtöku manns sem var gómaður með heimagert skotvopn í fyrradag. „Þetta tengist okkur ekki á neinn hátt. Fréttin hjá lögreglunni er röng. Þetta er bara „taktík" hjá lögreglunni að bendla okkur við þetta," segir Einar. Lögreglan sendi út fréttatilkynningu í gær um handtökuna og segir þar: „Á staðnum fundust einnig gögn sem tengjast ætluðum meðlimum vélhjólahópsins Hells Angels og er hinn handtekni grunaður um að tengjast hópnum." Vísir birti frétt um málið í gær og hafði Einar því samband við fréttamann í því skyni að koma sínu sjónarmiði á framfæri. Einar hefur áður gagnrýnt upplýsingagjöf lögreglu til fjölmiðla og segir hann Hells Angels ítrekað bendlað við glæpastarfsemi, að ósekju. Þá hefur hann gefið út að hann ætli að stefna lögreglustjóra og innanríkisráðherra fyrir meiðyrði eftir að þeir gáfu út opinberlega að Hells Angels væru glæpasamtök.Neitar því að vera glæpamaður Þegar blaðamaður segir við Einar að það sé einföld staðreynd að meðlimir Hells Angels hafi um víða veröld verið handteknir og dæmdir fyrir alvarlega glæpi, svarar Einar: „Það eru menn sem tengjast Sjálfstæðisflokknum sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi. Það eru menn sem tengjast Þjóðkirkjunni sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi." Blaðamaður spyr Einar því beint hvort hann sé sjálfur glæpamaður. „Nei, ég er mótorhjólamaður," svarar hann. Einar segir Hells Angels vera fjölskylduvæn samtök áhugamanna um mótorhjól og er honum annt um að þau séu ekki tengd við afbrot af nokkru tagi.
Tengdar fréttir Heimagert skotvopn fannst - eigandinn talinn tengdur Hells angels Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær rúmlega tvítugan mann eftir að skotvopn fannst við húsleit í Hafnarfirði. 23. júní 2011 15:19 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Sjá meira
Heimagert skotvopn fannst - eigandinn talinn tengdur Hells angels Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær rúmlega tvítugan mann eftir að skotvopn fannst við húsleit í Hafnarfirði. 23. júní 2011 15:19
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent