Flug fellur niður vegna aðgerða flugstjóra 24. júní 2011 14:14 Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Icelandair Mynd/GVA Icelandair hefur fellt niður sex flug félagsins á sunnudaginn vegna verkfallsaðgerða Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sem hófust klukkan tvö í dag. Jafnframt hefur Icelandair tilkynnt að náist ekki samningar muni fyrirsjáanlega þurfa að fella niður samtals sex flug til viðbótar á mánudaginn og yrði það gert með 24 klukkustunda fyrirvara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Í tilkynningunni segir að ákvörðun um að fella niður flugin með þessum fyrirvara er tekin til þess að eyða óvissu og gefa farþegum tækifæri á því að gera nauðsynlegar ráðstafanir. Í heild eru um 1500 ferðamenn bókaðir á þau 12 flug sem um er að ræða og er upplýsingum komið til þeirra um stöðuna meðal annars með textaskilaboðum og tölvupósti. „Þó svo við vonumst til þess að samningar náist í yfirstandandi viðræðum og ekki komi til frekari trufalana á flugi Icelandair, þá teljum við rétt að gefa strax upp hvaða flug það eru sem við vitum að muni þurfa að fella niður, ef deilan leysist ekki. Við sjáum ekki fyrir að frekari truflun verði á flugi Icelandair næstu sex dagana vegna verkfallsins, eða út júnímánuð, en við hvetjum viðskiptavini til þess að fylgjast vel með," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í tilkynningu frá félaginu. „Tímasetning og eðli þessara verkfallsaðgerða byggir á því að nú er háannatími í flugi og ferðaþjónustu og greinin mjög viðkvæm fyrir allri umræðu um röskun fyrir ferðamenn vegna verkfallsaðgerða. Það eru Icelandair mikil vonbrigði að til þeirra sé gripið, þrátt fyrir að Icelandair hafi boðið FÍA sambærilegar launahækkanir og aðrir í samfélaginu hafa samið um að undanförnu, þar á meðal aðrir starfshópar Icelandair," segir í tilkynningunni. „Icelandair mun eftir fremsta megni reyna að leysa úr þeim vanda sem hugsanleg niðurfelling flugsins skapar viðskiptavinum m.a. með því að flytja þá yfir á flug annarra flugfélaga eins og hægt er, einnig að færa farþega á önnur flug Icelandair til og frá þessum áfangastöðum ef það er unnt, eða breyta farmiðum með öðrum hætti. Þeir sem þurfa að hætta við ferð sína munu fá endurgreitt," segir ennfremur í tilkynningunni.Þau flug sem felld hafa verið niður eru eftirfarandi:Sunnudagur 26. júní kl. 01:00: FI556 til Brussel frá KeflavíkSunnudagur 26. júní kl. 07:50: FI557 til Keflavíkur frá BrusselSunnudagur 26. júní kl. 07:50: FI 306 til Stokkhólms frá KeflavíkSunnudagur 26. júní kl. 14:10: FI 307 til Keflavíkur frá StokkhólmiSunnudagur 26. júní kl. 07:50: FI318 til Osló frá KeflavíkSunnudagur 26. júní kl. 14:45: FI319 til Keflavíkur frá OslóÞau flug sem fella þarf niður með 24 klukkustunda fyrirvara ef samningar nást ekki eru eftirfarandi:Mánudagur 27. júní kl. 01:05: FI540 til Parísar frá KeflavíkMánudagur 27. júní kl. 08:00: FI 541 til Keflavíkur frá ParísMánudagur 27. júní kl. 00:30: FI384 til Gautaborgar frá KeflavíkMánudagur 27. júní kl. 06:35: FI385 til Keflavíkur frá GautaborgMánudagur 27. júní kl. 01:00: FI 202 til Kaupmannahafnar frá KeflavíkMánudagur 27. júní kl. 07:50: FI 201 til Keflavíkur frá Kaupmannahöfn Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Icelandair hefur fellt niður sex flug félagsins á sunnudaginn vegna verkfallsaðgerða Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sem hófust klukkan tvö í dag. Jafnframt hefur Icelandair tilkynnt að náist ekki samningar muni fyrirsjáanlega þurfa að fella niður samtals sex flug til viðbótar á mánudaginn og yrði það gert með 24 klukkustunda fyrirvara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Í tilkynningunni segir að ákvörðun um að fella niður flugin með þessum fyrirvara er tekin til þess að eyða óvissu og gefa farþegum tækifæri á því að gera nauðsynlegar ráðstafanir. Í heild eru um 1500 ferðamenn bókaðir á þau 12 flug sem um er að ræða og er upplýsingum komið til þeirra um stöðuna meðal annars með textaskilaboðum og tölvupósti. „Þó svo við vonumst til þess að samningar náist í yfirstandandi viðræðum og ekki komi til frekari trufalana á flugi Icelandair, þá teljum við rétt að gefa strax upp hvaða flug það eru sem við vitum að muni þurfa að fella niður, ef deilan leysist ekki. Við sjáum ekki fyrir að frekari truflun verði á flugi Icelandair næstu sex dagana vegna verkfallsins, eða út júnímánuð, en við hvetjum viðskiptavini til þess að fylgjast vel með," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í tilkynningu frá félaginu. „Tímasetning og eðli þessara verkfallsaðgerða byggir á því að nú er háannatími í flugi og ferðaþjónustu og greinin mjög viðkvæm fyrir allri umræðu um röskun fyrir ferðamenn vegna verkfallsaðgerða. Það eru Icelandair mikil vonbrigði að til þeirra sé gripið, þrátt fyrir að Icelandair hafi boðið FÍA sambærilegar launahækkanir og aðrir í samfélaginu hafa samið um að undanförnu, þar á meðal aðrir starfshópar Icelandair," segir í tilkynningunni. „Icelandair mun eftir fremsta megni reyna að leysa úr þeim vanda sem hugsanleg niðurfelling flugsins skapar viðskiptavinum m.a. með því að flytja þá yfir á flug annarra flugfélaga eins og hægt er, einnig að færa farþega á önnur flug Icelandair til og frá þessum áfangastöðum ef það er unnt, eða breyta farmiðum með öðrum hætti. Þeir sem þurfa að hætta við ferð sína munu fá endurgreitt," segir ennfremur í tilkynningunni.Þau flug sem felld hafa verið niður eru eftirfarandi:Sunnudagur 26. júní kl. 01:00: FI556 til Brussel frá KeflavíkSunnudagur 26. júní kl. 07:50: FI557 til Keflavíkur frá BrusselSunnudagur 26. júní kl. 07:50: FI 306 til Stokkhólms frá KeflavíkSunnudagur 26. júní kl. 14:10: FI 307 til Keflavíkur frá StokkhólmiSunnudagur 26. júní kl. 07:50: FI318 til Osló frá KeflavíkSunnudagur 26. júní kl. 14:45: FI319 til Keflavíkur frá OslóÞau flug sem fella þarf niður með 24 klukkustunda fyrirvara ef samningar nást ekki eru eftirfarandi:Mánudagur 27. júní kl. 01:05: FI540 til Parísar frá KeflavíkMánudagur 27. júní kl. 08:00: FI 541 til Keflavíkur frá ParísMánudagur 27. júní kl. 00:30: FI384 til Gautaborgar frá KeflavíkMánudagur 27. júní kl. 06:35: FI385 til Keflavíkur frá GautaborgMánudagur 27. júní kl. 01:00: FI 202 til Kaupmannahafnar frá KeflavíkMánudagur 27. júní kl. 07:50: FI 201 til Keflavíkur frá Kaupmannahöfn
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira