Enski boltinn

Steve Bruce búinn að skrifa undir nýjan samning

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steve Bruce, stjóri Sunderland.
Steve Bruce, stjóri Sunderland. Mynd/Nordic Photos/Getty
Steve Bruce, stjóri Sunderland, er búinn að framlengja samning sinn við félagið til ársins 2014. Bruce hefur setið í stjórastólnum á Stadium of Light síðan 2009 en hann kom þangað frá Wigan Athletic.

Bruce er 50 ára gamall og er að stýra síunu fjórða félagi í ensku úrvalsdeildinni. Sunderland náði þrettánda sæti á hans fyrsta tímabili með liðið og er nú á góðri leið með að komast inn á topp tíu í fyrsta sinn í áratug. Sunderland er eins og er í 7. sæti tveimur stigum á eftir Liverpool sem er í 6. sætinu.

„Ég er mjög ánægður með að vera búinn að skrifa undir nýjan samning. Þetta er frábært félag að öllu leyti, með frábæra stuðningsmenn og allt til alls fyrir stjórann. Við höfum líka frábært ungt lið í höndunum," sagði Steve Bruce.

„Þetta hefur verið krefjandi verkefni til þessa fyrir mig og mitt teymi. Við horfum nú til framtíðar og ætlum að reyna halda okkar starfi áfram næstu árin," sagði Bruce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×