Lífið

Sólkross kemur út á spænsku og þýsku

Óttar Norðfjörð. Sólkross er komin út á Spáni og kemur út á þýsku í sumar.
Óttar Norðfjörð. Sólkross er komin út á Spáni og kemur út á þýsku í sumar.
Óttar M. Norðfjörð gerir viðreist þessi dægrin. Óttar var staddur á einni stærstu bókahátíð Spánar um helgina, Fería del Libro, í Madríd. Tilefnið var útgáfa bókarinnar Sólkross, sem kom út þar í landi á dögunum undir heitinu La Cruz Solar.

 

Að sögn Tómasar Hermannssonar, útgefanda hjá Sögum, vakti Óttar nokkra athygli á bókahátíðinni. „Spánverjar eru spenntir fyrir bókinni; henni er vandlega stillt upp í bókabúðum og það myndaðist röð við básinn hans á hátíðinni þar sem hann áritaði bókina.“

 

Þá hafa stærstu fréttaveitur Spánar rætt við Óttar, til dæmis dagblaðið El Mundo og Radio Nacional. Sólkross er spennusaga með sögulegu ívafi og kom út á Íslandi 2008 og er væntanleg í Þýskalandi í júlí. Nýjasta bók Óttars, Áttblaðarósin, kom út fyrir síðustu jól.

- bs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.