Mútur og baktjaldamakk í knattspyrnuhreyfingunni 1. júní 2011 05:30 Sepp Blatter þótti ólíkur sjálfum sér við setningu FIFA-þingsins í gær. Blatter lætur sér sjaldan bregða þótt fjölmiðlamenn þjarmi að honum en æsti sig í gær.Fréttablaðið/AP Aðalþing alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, var sett í gær í skugga hneykslismála sem komið hafa upp síðustu vikur. Í opnunarræðu sinni sagði Sepp Blatter, forseti FIFA, uppljóstranirnar um mútuþægni æðstu embættismanna skekja stoðir sambandsins. „Ég hélt að fótboltaheimurinn einkenndist af prúðmennsku, virðingu og aga en því miður hef ég séð að svo er ekki lengur,“ sagði Blatter, sem gegnt hefur stöðu forseta frá árinu 1998. Forsetakjör FIFA fer fram í dag en Blatter er einn í framboði eftir að Mohammed bin Hammam, forseti Knattspyrnusambands Asíu, dró framboð sitt til baka á sunnudag í kjölfar ásakana um mútur. Knattspyrnusambönd Englands og Skotlands hafa síðan sagt kosningarnar skorta trúverðugleika og kallað eftir því að þeim verði frestað þar til óháð rannsóknarnefnd hafi kannað málið til hlítar. Bin Hammam, sem hefur átt sæti í aðalstjórn FIFA, hefur verið vikið úr stjórninni tímabundið ásamt öðrum stjórnarmanni vegna ásakana um að FIFA-fulltrúum frá Karíbahafsríkjum hafi verið greiddar umtalsverðar fjárhæðir fyrir stuðning við forsetaframboð bin Hammams. Hafa ásakanirnar á hendur bin Hammam, sem er frá Katar, einnig vakið spurningar um kosningarnar sem fram fóru í desember um keppnisstaði heimsmeistaramótanna 2018 og 2022. Niðurstaða þeirra kosninga var sú að Rússland hlaut mótið 2018 og Katar 2022. Þannig hefur komið upp á yfirborðið tölvupóstur sem Jerome Valcke, aðalritari FIFA, skrifaði þar sem hann segir bin Hammam hafa áformað að kaupa forsetastólinn rétt eins og „þeir“ keyptu heimsmeistaramótið. Valcke hefur síðan neitað því að hann hafi verið að vísa til mútanna, og að sama skapi hafa talsmenn framboðs Katar harðneitað því að hafa brotið af sér. Áður hafa komið upp ásakanir um að tveimur afrískum FIFA-fulltrúum hafi verið grett fyrir að kjósa Katar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem upp hafa komið hneykslismál hjá FIFA í forsetatíð Sepps Blatter. Hann hefur alla tíð verið umdeildur og raunar verið kallaður teflon-maðurinn af augljósum ástæðum. Í þetta skiptið beinast ásakanirnar þó ekki að honum, en Blatter var næstum hrakinn úr embætti árið 2002 þegar lá við gjaldþroti FIFA í kjölfar þess að markaðsfyrirtækið ILS fór á hausinn. Engu minna fjaðrafok var í kringum forsetakjörið 1998 þegar Blatter bar sigurorð af Svíanum Lennart Johansson, þáverandi forseta Knattspyrnusambands Evrópu. Flugu ásakanir um mútur og baktjaldamakk á báða bóga. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Aðalþing alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, var sett í gær í skugga hneykslismála sem komið hafa upp síðustu vikur. Í opnunarræðu sinni sagði Sepp Blatter, forseti FIFA, uppljóstranirnar um mútuþægni æðstu embættismanna skekja stoðir sambandsins. „Ég hélt að fótboltaheimurinn einkenndist af prúðmennsku, virðingu og aga en því miður hef ég séð að svo er ekki lengur,“ sagði Blatter, sem gegnt hefur stöðu forseta frá árinu 1998. Forsetakjör FIFA fer fram í dag en Blatter er einn í framboði eftir að Mohammed bin Hammam, forseti Knattspyrnusambands Asíu, dró framboð sitt til baka á sunnudag í kjölfar ásakana um mútur. Knattspyrnusambönd Englands og Skotlands hafa síðan sagt kosningarnar skorta trúverðugleika og kallað eftir því að þeim verði frestað þar til óháð rannsóknarnefnd hafi kannað málið til hlítar. Bin Hammam, sem hefur átt sæti í aðalstjórn FIFA, hefur verið vikið úr stjórninni tímabundið ásamt öðrum stjórnarmanni vegna ásakana um að FIFA-fulltrúum frá Karíbahafsríkjum hafi verið greiddar umtalsverðar fjárhæðir fyrir stuðning við forsetaframboð bin Hammams. Hafa ásakanirnar á hendur bin Hammam, sem er frá Katar, einnig vakið spurningar um kosningarnar sem fram fóru í desember um keppnisstaði heimsmeistaramótanna 2018 og 2022. Niðurstaða þeirra kosninga var sú að Rússland hlaut mótið 2018 og Katar 2022. Þannig hefur komið upp á yfirborðið tölvupóstur sem Jerome Valcke, aðalritari FIFA, skrifaði þar sem hann segir bin Hammam hafa áformað að kaupa forsetastólinn rétt eins og „þeir“ keyptu heimsmeistaramótið. Valcke hefur síðan neitað því að hann hafi verið að vísa til mútanna, og að sama skapi hafa talsmenn framboðs Katar harðneitað því að hafa brotið af sér. Áður hafa komið upp ásakanir um að tveimur afrískum FIFA-fulltrúum hafi verið grett fyrir að kjósa Katar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem upp hafa komið hneykslismál hjá FIFA í forsetatíð Sepps Blatter. Hann hefur alla tíð verið umdeildur og raunar verið kallaður teflon-maðurinn af augljósum ástæðum. Í þetta skiptið beinast ásakanirnar þó ekki að honum, en Blatter var næstum hrakinn úr embætti árið 2002 þegar lá við gjaldþroti FIFA í kjölfar þess að markaðsfyrirtækið ILS fór á hausinn. Engu minna fjaðrafok var í kringum forsetakjörið 1998 þegar Blatter bar sigurorð af Svíanum Lennart Johansson, þáverandi forseta Knattspyrnusambands Evrópu. Flugu ásakanir um mútur og baktjaldamakk á báða bóga. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira