Prestar vilja láta endurskoða starfsemi þjóðkirkjunnar 3. nóvember 2011 07:00 Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir Prestar þjóðkirkjunnar Um helmingur presta telur upplýsingagjöf um fjármál kirkjunnar ábótavant.fréttablaðið/stefán Þrír af hverjum fjórum prestum í landinu telja þörf á að einfalda skipulag þjóðkirkjunnar. Fram hafa komið álit um að lög og starfsreglur kirkjunnar séu ógagnsæ, stjórnsýsla ekki viðunandi og endurskoða þurfi allt stjórnkerfi hennar og skipulag. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Biskupsstofu. Ríkisendurskoðun gerði rafræna könnun meðal þjónandi presta um viðhorf þeirra til starfsemi Biskupsstofu og fleiri málefna í apríl síðastliðnum. Alls var 134 prestum send könnunin og af þeim svöruðu 115 eða 85,8 prósent. Könnunin innihélt 18 spurningar, þar af ein opna þar sem fólki var gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri. Meðal þess sem þar kom fram var að þær ákvarðanir hjá þjóðkirkjunni væru handahófskenndar og að samþykktum kirkjuþings væri ekki fylgt eftir. Jafnframt kom fram sú skoðun að leysa þyrfti biskup undan daglegum rekstri svo hann gæti sinnt betur trúarlegum viðfangsefnum, en meirihluti presta taldi handleiðslu biskups ábótavant. Leiða má líkum að því að umfangsmikil störf biskups á sviði rekstrar komi í veg fyrir nægileg samskipti við presta, segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir hjá Biskupsstofu segir faghandleiðslu fyrir presta vera í boði á vegum fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Tæpur helmingur presta, eða 47 prósent, var mjög eða frekar ósammála þeirri fullyrðingu að hafa greiðan aðgang að upplýsingum um fjármál þjóðkirkjunnar. Var 31 prósent svarenda mjög eða frekar sammála fullyrðingunni. Steinunn Arnþrúður segir öll fjármál fara til endurskoðunar hjá ríkinu og úthlutanir úr sjóðum koma alltaf fram á vefnum. „Yfirlit yfir fjármál er líka lagt fram fyrir kirkjuþing, en það er sjálfsagt að skoða þetta," segir hún. Enn fremur voru prestarnir beðnir að taka afstöðu til eftirfarandi fullyrðingar: „Ég fæ þær upplýsingar frá biskupi og starfsmönnum á Biskupsstofu sem ég þarf á að halda til að geta sinnt starfi mínu vel." Voru 42 prósent svarenda mjög eða frekar sammála fullyrðingunni en 37 prósent mjög eða frekar ósammála. Í opnu spurningunni kom fram gagnrýni á að formlegum, skriflegum erindum væri ekki svarað frá Biskupsstofu eða þeim svarað seint og um síðir og athugasemdum úr héraði væri ekki sinnt.sunna@frettabladid.is Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Prestar þjóðkirkjunnar Um helmingur presta telur upplýsingagjöf um fjármál kirkjunnar ábótavant.fréttablaðið/stefán Þrír af hverjum fjórum prestum í landinu telja þörf á að einfalda skipulag þjóðkirkjunnar. Fram hafa komið álit um að lög og starfsreglur kirkjunnar séu ógagnsæ, stjórnsýsla ekki viðunandi og endurskoða þurfi allt stjórnkerfi hennar og skipulag. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Biskupsstofu. Ríkisendurskoðun gerði rafræna könnun meðal þjónandi presta um viðhorf þeirra til starfsemi Biskupsstofu og fleiri málefna í apríl síðastliðnum. Alls var 134 prestum send könnunin og af þeim svöruðu 115 eða 85,8 prósent. Könnunin innihélt 18 spurningar, þar af ein opna þar sem fólki var gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri. Meðal þess sem þar kom fram var að þær ákvarðanir hjá þjóðkirkjunni væru handahófskenndar og að samþykktum kirkjuþings væri ekki fylgt eftir. Jafnframt kom fram sú skoðun að leysa þyrfti biskup undan daglegum rekstri svo hann gæti sinnt betur trúarlegum viðfangsefnum, en meirihluti presta taldi handleiðslu biskups ábótavant. Leiða má líkum að því að umfangsmikil störf biskups á sviði rekstrar komi í veg fyrir nægileg samskipti við presta, segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir hjá Biskupsstofu segir faghandleiðslu fyrir presta vera í boði á vegum fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Tæpur helmingur presta, eða 47 prósent, var mjög eða frekar ósammála þeirri fullyrðingu að hafa greiðan aðgang að upplýsingum um fjármál þjóðkirkjunnar. Var 31 prósent svarenda mjög eða frekar sammála fullyrðingunni. Steinunn Arnþrúður segir öll fjármál fara til endurskoðunar hjá ríkinu og úthlutanir úr sjóðum koma alltaf fram á vefnum. „Yfirlit yfir fjármál er líka lagt fram fyrir kirkjuþing, en það er sjálfsagt að skoða þetta," segir hún. Enn fremur voru prestarnir beðnir að taka afstöðu til eftirfarandi fullyrðingar: „Ég fæ þær upplýsingar frá biskupi og starfsmönnum á Biskupsstofu sem ég þarf á að halda til að geta sinnt starfi mínu vel." Voru 42 prósent svarenda mjög eða frekar sammála fullyrðingunni en 37 prósent mjög eða frekar ósammála. Í opnu spurningunni kom fram gagnrýni á að formlegum, skriflegum erindum væri ekki svarað frá Biskupsstofu eða þeim svarað seint og um síðir og athugasemdum úr héraði væri ekki sinnt.sunna@frettabladid.is
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent