Prestar vilja láta endurskoða starfsemi þjóðkirkjunnar 3. nóvember 2011 07:00 Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir Prestar þjóðkirkjunnar Um helmingur presta telur upplýsingagjöf um fjármál kirkjunnar ábótavant.fréttablaðið/stefán Þrír af hverjum fjórum prestum í landinu telja þörf á að einfalda skipulag þjóðkirkjunnar. Fram hafa komið álit um að lög og starfsreglur kirkjunnar séu ógagnsæ, stjórnsýsla ekki viðunandi og endurskoða þurfi allt stjórnkerfi hennar og skipulag. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Biskupsstofu. Ríkisendurskoðun gerði rafræna könnun meðal þjónandi presta um viðhorf þeirra til starfsemi Biskupsstofu og fleiri málefna í apríl síðastliðnum. Alls var 134 prestum send könnunin og af þeim svöruðu 115 eða 85,8 prósent. Könnunin innihélt 18 spurningar, þar af ein opna þar sem fólki var gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri. Meðal þess sem þar kom fram var að þær ákvarðanir hjá þjóðkirkjunni væru handahófskenndar og að samþykktum kirkjuþings væri ekki fylgt eftir. Jafnframt kom fram sú skoðun að leysa þyrfti biskup undan daglegum rekstri svo hann gæti sinnt betur trúarlegum viðfangsefnum, en meirihluti presta taldi handleiðslu biskups ábótavant. Leiða má líkum að því að umfangsmikil störf biskups á sviði rekstrar komi í veg fyrir nægileg samskipti við presta, segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir hjá Biskupsstofu segir faghandleiðslu fyrir presta vera í boði á vegum fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Tæpur helmingur presta, eða 47 prósent, var mjög eða frekar ósammála þeirri fullyrðingu að hafa greiðan aðgang að upplýsingum um fjármál þjóðkirkjunnar. Var 31 prósent svarenda mjög eða frekar sammála fullyrðingunni. Steinunn Arnþrúður segir öll fjármál fara til endurskoðunar hjá ríkinu og úthlutanir úr sjóðum koma alltaf fram á vefnum. „Yfirlit yfir fjármál er líka lagt fram fyrir kirkjuþing, en það er sjálfsagt að skoða þetta," segir hún. Enn fremur voru prestarnir beðnir að taka afstöðu til eftirfarandi fullyrðingar: „Ég fæ þær upplýsingar frá biskupi og starfsmönnum á Biskupsstofu sem ég þarf á að halda til að geta sinnt starfi mínu vel." Voru 42 prósent svarenda mjög eða frekar sammála fullyrðingunni en 37 prósent mjög eða frekar ósammála. Í opnu spurningunni kom fram gagnrýni á að formlegum, skriflegum erindum væri ekki svarað frá Biskupsstofu eða þeim svarað seint og um síðir og athugasemdum úr héraði væri ekki sinnt.sunna@frettabladid.is Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Prestar þjóðkirkjunnar Um helmingur presta telur upplýsingagjöf um fjármál kirkjunnar ábótavant.fréttablaðið/stefán Þrír af hverjum fjórum prestum í landinu telja þörf á að einfalda skipulag þjóðkirkjunnar. Fram hafa komið álit um að lög og starfsreglur kirkjunnar séu ógagnsæ, stjórnsýsla ekki viðunandi og endurskoða þurfi allt stjórnkerfi hennar og skipulag. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Biskupsstofu. Ríkisendurskoðun gerði rafræna könnun meðal þjónandi presta um viðhorf þeirra til starfsemi Biskupsstofu og fleiri málefna í apríl síðastliðnum. Alls var 134 prestum send könnunin og af þeim svöruðu 115 eða 85,8 prósent. Könnunin innihélt 18 spurningar, þar af ein opna þar sem fólki var gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri. Meðal þess sem þar kom fram var að þær ákvarðanir hjá þjóðkirkjunni væru handahófskenndar og að samþykktum kirkjuþings væri ekki fylgt eftir. Jafnframt kom fram sú skoðun að leysa þyrfti biskup undan daglegum rekstri svo hann gæti sinnt betur trúarlegum viðfangsefnum, en meirihluti presta taldi handleiðslu biskups ábótavant. Leiða má líkum að því að umfangsmikil störf biskups á sviði rekstrar komi í veg fyrir nægileg samskipti við presta, segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir hjá Biskupsstofu segir faghandleiðslu fyrir presta vera í boði á vegum fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Tæpur helmingur presta, eða 47 prósent, var mjög eða frekar ósammála þeirri fullyrðingu að hafa greiðan aðgang að upplýsingum um fjármál þjóðkirkjunnar. Var 31 prósent svarenda mjög eða frekar sammála fullyrðingunni. Steinunn Arnþrúður segir öll fjármál fara til endurskoðunar hjá ríkinu og úthlutanir úr sjóðum koma alltaf fram á vefnum. „Yfirlit yfir fjármál er líka lagt fram fyrir kirkjuþing, en það er sjálfsagt að skoða þetta," segir hún. Enn fremur voru prestarnir beðnir að taka afstöðu til eftirfarandi fullyrðingar: „Ég fæ þær upplýsingar frá biskupi og starfsmönnum á Biskupsstofu sem ég þarf á að halda til að geta sinnt starfi mínu vel." Voru 42 prósent svarenda mjög eða frekar sammála fullyrðingunni en 37 prósent mjög eða frekar ósammála. Í opnu spurningunni kom fram gagnrýni á að formlegum, skriflegum erindum væri ekki svarað frá Biskupsstofu eða þeim svarað seint og um síðir og athugasemdum úr héraði væri ekki sinnt.sunna@frettabladid.is
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira