Ætla að henda 150 þúsund skömmtum af svínaflensubóluefni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. nóvember 2011 18:45 Hluta af þeim hundrað og fimmtíu þúsund skömmtum af bóluefninu gegn svínaflensu sem til er í landinu verður fargað á næstu vikum. Sóttvarnarlæknir telur enga þörf fyrir bóluefnið lengur en kostnaður efnisins sem fargað verður er tuttugu og fjórar milljónir. Nú þegar rúm tvö ár eru síðan að byrjað var að bólusetja landsmenn gegn svínaflensu þykir ekki ástæða til þess lengur að geyma bóluefnið og hefur verið tekið ákvörðun um það hjá Landlæknisembættinu að byrja að farga efninu. Alls voru keyptir þrjú hundruð þúsund skammtar af bóluefninu og var kostnaðurinn um þrjú hundruð og fimmtíu milljónir. Áætlað var að bóluefnið myndi duga fyrir helming landsmanna þar sem upphaflega var talið að bólusetja þyrfti hvern einstakling tvisvar. Það reyndist hins vegar nóg að bólusetja einu sinni. Hundrað og fimmtíu þúsund skammtar eru því eftir af efninu. „Við eigum eftir helminginn af þeim birgðum sem við keyptum. Það er kominn tími á þennan mótefnavaka sem er hluti af þessu bóluefni. Þetta er samsett úr ónæmisglæðum og mótefnavaka. Þessum mótefnavaka þurfum við nú að farga og það verður gert núna á næstu vikum," segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. „Þetta eru hundrað og fimmtíu þúsund skammtar af þessum mótefnavaka sem verður fargað. Kostnaður sem við höfðum af því er svona um 24 milljónir króna." Haraldur segir efnið sem geymt verður mun verðmætara og að það sem á að farga. Hægt verður að nota það síðar ef annars konar heimsfaraldur inflúensu kemur upp. Haraldur telur enga þörf fyrir bóluefnið lengur þar sem venjulegar flensusprautur duga nú gegn svínaflensunni. „Ég held að þessi góði árangur sem við náðum í bólusetningu með því að bólusetja meira en helming landsmanna hafi skilað því að við fengum enga aðra bylgju í fyrravetur. Við búumst auðvitað við inflúensufaraldri núna í ár líka. Þá erum við búin að setja þennan svínainflúensuþátt inn í þetta venjulega bóluefni sem við erum að nota. Þannig við reiknum með að það eigi að skila árangri," segir Haraldur Briem. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Hluta af þeim hundrað og fimmtíu þúsund skömmtum af bóluefninu gegn svínaflensu sem til er í landinu verður fargað á næstu vikum. Sóttvarnarlæknir telur enga þörf fyrir bóluefnið lengur en kostnaður efnisins sem fargað verður er tuttugu og fjórar milljónir. Nú þegar rúm tvö ár eru síðan að byrjað var að bólusetja landsmenn gegn svínaflensu þykir ekki ástæða til þess lengur að geyma bóluefnið og hefur verið tekið ákvörðun um það hjá Landlæknisembættinu að byrja að farga efninu. Alls voru keyptir þrjú hundruð þúsund skammtar af bóluefninu og var kostnaðurinn um þrjú hundruð og fimmtíu milljónir. Áætlað var að bóluefnið myndi duga fyrir helming landsmanna þar sem upphaflega var talið að bólusetja þyrfti hvern einstakling tvisvar. Það reyndist hins vegar nóg að bólusetja einu sinni. Hundrað og fimmtíu þúsund skammtar eru því eftir af efninu. „Við eigum eftir helminginn af þeim birgðum sem við keyptum. Það er kominn tími á þennan mótefnavaka sem er hluti af þessu bóluefni. Þetta er samsett úr ónæmisglæðum og mótefnavaka. Þessum mótefnavaka þurfum við nú að farga og það verður gert núna á næstu vikum," segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. „Þetta eru hundrað og fimmtíu þúsund skammtar af þessum mótefnavaka sem verður fargað. Kostnaður sem við höfðum af því er svona um 24 milljónir króna." Haraldur segir efnið sem geymt verður mun verðmætara og að það sem á að farga. Hægt verður að nota það síðar ef annars konar heimsfaraldur inflúensu kemur upp. Haraldur telur enga þörf fyrir bóluefnið lengur þar sem venjulegar flensusprautur duga nú gegn svínaflensunni. „Ég held að þessi góði árangur sem við náðum í bólusetningu með því að bólusetja meira en helming landsmanna hafi skilað því að við fengum enga aðra bylgju í fyrravetur. Við búumst auðvitað við inflúensufaraldri núna í ár líka. Þá erum við búin að setja þennan svínainflúensuþátt inn í þetta venjulega bóluefni sem við erum að nota. Þannig við reiknum með að það eigi að skila árangri," segir Haraldur Briem.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira