Ætla að henda 150 þúsund skömmtum af svínaflensubóluefni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. nóvember 2011 18:45 Hluta af þeim hundrað og fimmtíu þúsund skömmtum af bóluefninu gegn svínaflensu sem til er í landinu verður fargað á næstu vikum. Sóttvarnarlæknir telur enga þörf fyrir bóluefnið lengur en kostnaður efnisins sem fargað verður er tuttugu og fjórar milljónir. Nú þegar rúm tvö ár eru síðan að byrjað var að bólusetja landsmenn gegn svínaflensu þykir ekki ástæða til þess lengur að geyma bóluefnið og hefur verið tekið ákvörðun um það hjá Landlæknisembættinu að byrja að farga efninu. Alls voru keyptir þrjú hundruð þúsund skammtar af bóluefninu og var kostnaðurinn um þrjú hundruð og fimmtíu milljónir. Áætlað var að bóluefnið myndi duga fyrir helming landsmanna þar sem upphaflega var talið að bólusetja þyrfti hvern einstakling tvisvar. Það reyndist hins vegar nóg að bólusetja einu sinni. Hundrað og fimmtíu þúsund skammtar eru því eftir af efninu. „Við eigum eftir helminginn af þeim birgðum sem við keyptum. Það er kominn tími á þennan mótefnavaka sem er hluti af þessu bóluefni. Þetta er samsett úr ónæmisglæðum og mótefnavaka. Þessum mótefnavaka þurfum við nú að farga og það verður gert núna á næstu vikum," segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. „Þetta eru hundrað og fimmtíu þúsund skammtar af þessum mótefnavaka sem verður fargað. Kostnaður sem við höfðum af því er svona um 24 milljónir króna." Haraldur segir efnið sem geymt verður mun verðmætara og að það sem á að farga. Hægt verður að nota það síðar ef annars konar heimsfaraldur inflúensu kemur upp. Haraldur telur enga þörf fyrir bóluefnið lengur þar sem venjulegar flensusprautur duga nú gegn svínaflensunni. „Ég held að þessi góði árangur sem við náðum í bólusetningu með því að bólusetja meira en helming landsmanna hafi skilað því að við fengum enga aðra bylgju í fyrravetur. Við búumst auðvitað við inflúensufaraldri núna í ár líka. Þá erum við búin að setja þennan svínainflúensuþátt inn í þetta venjulega bóluefni sem við erum að nota. Þannig við reiknum með að það eigi að skila árangri," segir Haraldur Briem. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Hluta af þeim hundrað og fimmtíu þúsund skömmtum af bóluefninu gegn svínaflensu sem til er í landinu verður fargað á næstu vikum. Sóttvarnarlæknir telur enga þörf fyrir bóluefnið lengur en kostnaður efnisins sem fargað verður er tuttugu og fjórar milljónir. Nú þegar rúm tvö ár eru síðan að byrjað var að bólusetja landsmenn gegn svínaflensu þykir ekki ástæða til þess lengur að geyma bóluefnið og hefur verið tekið ákvörðun um það hjá Landlæknisembættinu að byrja að farga efninu. Alls voru keyptir þrjú hundruð þúsund skammtar af bóluefninu og var kostnaðurinn um þrjú hundruð og fimmtíu milljónir. Áætlað var að bóluefnið myndi duga fyrir helming landsmanna þar sem upphaflega var talið að bólusetja þyrfti hvern einstakling tvisvar. Það reyndist hins vegar nóg að bólusetja einu sinni. Hundrað og fimmtíu þúsund skammtar eru því eftir af efninu. „Við eigum eftir helminginn af þeim birgðum sem við keyptum. Það er kominn tími á þennan mótefnavaka sem er hluti af þessu bóluefni. Þetta er samsett úr ónæmisglæðum og mótefnavaka. Þessum mótefnavaka þurfum við nú að farga og það verður gert núna á næstu vikum," segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. „Þetta eru hundrað og fimmtíu þúsund skammtar af þessum mótefnavaka sem verður fargað. Kostnaður sem við höfðum af því er svona um 24 milljónir króna." Haraldur segir efnið sem geymt verður mun verðmætara og að það sem á að farga. Hægt verður að nota það síðar ef annars konar heimsfaraldur inflúensu kemur upp. Haraldur telur enga þörf fyrir bóluefnið lengur þar sem venjulegar flensusprautur duga nú gegn svínaflensunni. „Ég held að þessi góði árangur sem við náðum í bólusetningu með því að bólusetja meira en helming landsmanna hafi skilað því að við fengum enga aðra bylgju í fyrravetur. Við búumst auðvitað við inflúensufaraldri núna í ár líka. Þá erum við búin að setja þennan svínainflúensuþátt inn í þetta venjulega bóluefni sem við erum að nota. Þannig við reiknum með að það eigi að skila árangri," segir Haraldur Briem.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira