Erlent

Minnsta kona veraldar

Jyoti ásamt fulltrúa heimsmetabókar Guinness
Jyoti ásamt fulltrúa heimsmetabókar Guinness mynd/AFP
Hin smávaxna Jyoti Amge fagnaði 18 ára afmælisdegi sínum í dag. Dagurinn hefur þó sérstaka þýðingu fyrir Jyoti því hún var formlega nefnd minnsta kona veraldar.

Fulltrúar heimsmetabókar Guinnes mættu á heimili Jyoti og mældu hæð hennar. Þeir staðfestu það sem í raun var vitað - Jyoti er minnsta kona veraldar.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem nafn hennar er skrá í heimsmetabókina því áður en hún varð lögráða einstaklingar var hún skráð sem minnsti unglingur veraldar.

Jyoti er 62.8 sentímetrar að hæð og vegur rúmlega 5 kílógrömm.

Hún þjáist af sjaldgæfum hrörnunarsjúkdómi sem leiddi til þess að líkami hennar hætti að stækka ári eftir að hún fæddist.

Þrátt fyrir veikindi sín er Jyoti nokkuð venjulegur einstaklingar. Hún hefur ánægju af því að versla með vinkonum sínum og að horfa á kvikmyndir.

Aðspurð um drauma sína og vonir sagðist hún ætla að verða leikkona í Bollywood kvikmyndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×