Prestur skrifaði til varnar barnaníðingi 23. júní 2011 07:00 Séra Örn var sóknarprestur í Mývatnssveit en hafði hætt störfum þegar hann skrifaði bréfið til félagsmálayfirvalda. Fréttablaðið/GVA Séra Örn Friðriksson, fyrrverandi sóknarprestur Mývetninga, skrifaði félagsmálayfirvöldum bréf í september árið 1998 til varnar dæmdum kynferðisbrotamanni. Maðurinn hafði misnotað stjúpdætur sínar kynferðislega um langt skeið og var dæmdur í tveggja ára fangelsi í júní árið 1995. Hann afplánaði fangelsisdóminn á Kvíabryggju og var sleppt einu og hálfu ári síðar. Maðurinn, sem ólst upp í sókn prestsins í Mývatnssveit, átti tvær dætur með eiginkonu sinni fyrrverandi. Fór hún fram á að félagsmálayfirvöld ábyrgðust umgengni hans við börnin þeirra eftir að hann losnaði úr fangelsi. Af því tilefni skrifaði séra Örn yfirvöldum bréf þar sem hann sagði meðal annars að maðurinn væri „myndarlegur maður og vel gefinn". Þá skrifaði Örn að sér væri ljóst að það sem olli hjónaskilnaði mannsins og konu hans hefði ekki verið „meint misnotkun hans á dætrum hennar." Hann sakaði konuna um rógburð og lygi og sagði að dómurinn yfir manninum hafi verið hæpinn. Hún hefði ákveðið „að reyna að fá hann dæmdan." Þá skrifar séra Örn: „Hverjir svo sem gallar [mannsins] kunna að vera, verður það ekki af honum skafið að hann er einstaklega ljúfur og góður piltur. Honum þykir afarvænt um dætur sínar." Móðir stúlknanna sendi bréf Arnar til siðanefndar Prestafélagsins. Nefndin áleit skrifin ámælisverð og sagði í umsögn, dagsettri 30. september 1999, að bréf Arnar hefði í heild sinni ómálefnalegt yfirbragð. „Órökstuddar fullyrðingar í svona viðkvæmum málum eru ámælisverðar og ættu aldrei að vera lagðar fram sem umsögn í jafnviðkvæmum málum eins og þessum." Þá var það samdóma álit nefndarinnar að með óvarkárum og órökstuddum málflutningi hefði séra Örn brotið siðareglur. Afrit af álitinu var sent Karli Sigurbjörnssyni biskupi, Geir Waage, formanni Prestafélagsins, og Erni sjálfum. Ekkert var þó frekar að gert, enda var séra Örn hættur störfum. Siðanefndin taldi þó að hann félli áfram undir siðareglur Prestafélagsins. sunna@frettabladid.isÍ Fréttablaðinu í dag var ranglega sagt að maðurinn hafi gegnt stöðu skólastjóra í Mývatnssveit. Beðist er afsökunar á þessum mistökum. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Séra Örn Friðriksson, fyrrverandi sóknarprestur Mývetninga, skrifaði félagsmálayfirvöldum bréf í september árið 1998 til varnar dæmdum kynferðisbrotamanni. Maðurinn hafði misnotað stjúpdætur sínar kynferðislega um langt skeið og var dæmdur í tveggja ára fangelsi í júní árið 1995. Hann afplánaði fangelsisdóminn á Kvíabryggju og var sleppt einu og hálfu ári síðar. Maðurinn, sem ólst upp í sókn prestsins í Mývatnssveit, átti tvær dætur með eiginkonu sinni fyrrverandi. Fór hún fram á að félagsmálayfirvöld ábyrgðust umgengni hans við börnin þeirra eftir að hann losnaði úr fangelsi. Af því tilefni skrifaði séra Örn yfirvöldum bréf þar sem hann sagði meðal annars að maðurinn væri „myndarlegur maður og vel gefinn". Þá skrifaði Örn að sér væri ljóst að það sem olli hjónaskilnaði mannsins og konu hans hefði ekki verið „meint misnotkun hans á dætrum hennar." Hann sakaði konuna um rógburð og lygi og sagði að dómurinn yfir manninum hafi verið hæpinn. Hún hefði ákveðið „að reyna að fá hann dæmdan." Þá skrifar séra Örn: „Hverjir svo sem gallar [mannsins] kunna að vera, verður það ekki af honum skafið að hann er einstaklega ljúfur og góður piltur. Honum þykir afarvænt um dætur sínar." Móðir stúlknanna sendi bréf Arnar til siðanefndar Prestafélagsins. Nefndin áleit skrifin ámælisverð og sagði í umsögn, dagsettri 30. september 1999, að bréf Arnar hefði í heild sinni ómálefnalegt yfirbragð. „Órökstuddar fullyrðingar í svona viðkvæmum málum eru ámælisverðar og ættu aldrei að vera lagðar fram sem umsögn í jafnviðkvæmum málum eins og þessum." Þá var það samdóma álit nefndarinnar að með óvarkárum og órökstuddum málflutningi hefði séra Örn brotið siðareglur. Afrit af álitinu var sent Karli Sigurbjörnssyni biskupi, Geir Waage, formanni Prestafélagsins, og Erni sjálfum. Ekkert var þó frekar að gert, enda var séra Örn hættur störfum. Siðanefndin taldi þó að hann félli áfram undir siðareglur Prestafélagsins. sunna@frettabladid.isÍ Fréttablaðinu í dag var ranglega sagt að maðurinn hafi gegnt stöðu skólastjóra í Mývatnssveit. Beðist er afsökunar á þessum mistökum.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira