Alþingi hættir að úthluta styrkjum til samtaka, félaga og einstaklinga 23. júní 2011 07:30 Alþingi mun hætta að úthluta styrkjum til samtaka, félaga og einstaklinga á næsta ári. Styrkirnir nefnast safnliðir á fjárlögum, en þeir nema nú 759 milljónum króna frá þinginu auk 653 milljóna sem koma frá ráðuneytum, að sögn Oddnýjar G. Harðardóttur, formanns fjárlaganefndar. Framvegis mun þingið aðeins ákveða hversu háar upphæðir renna til einstakra málaflokka en láta lögbundnum sjóðum, sveitarfélögum, ráðuneytum og fleirum eftir að úthluta styrkjum. Safnliðirnir hafa verið gagnrýndir sem kjördæmapot og „gamaldags fyrirgreiðslufyrir-komulag," eins og Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingarinnar orðaði það í fyrirspurn um safnliði á síðasta ári. „Allir flokkar hafa gagnrýnt þetta og okkur fannst tími til kominn að gera breytingar á þessu," segir Oddný G. Harðardóttir. Hún segir að þar sem bæði Alþingi og ráðuneytin hafi úthlutað styrkjum hafi það stundum gerst að sömu aðilarnir hafi fengið úthlutað styrkjum frá báðum. Mikill tími fjárlaganefndar fer í viðtöl og vinnu vegna styrkjanna. Þannig á það ekki að vera að mati Oddnýjar, heldur á nefndin að geta einbeitt sér að stærri málum. Breytingunum nú er ætlað að gera úthlutanir gegnsærri og auka traust á því hvernig fjármunum ríkisins er skipt. „Því það hefur verið orðrómur uppi um að þingmenn noti þetta til að hygla sínu kjördæmi og vinum sínum jafnvel." Þá eiga breytingarnar að bæta stjórnsýsluna og yfirsýn yfir einstaka málaflokka. „Það er mjög neytendafjandsamlegt að Alþingi skuli vera að úthluta, af því að Alþingi fellur ekki undir stjórnsýslulög." Því beri Alþingi ekki að skýra úthlutun, sem ráðuneyti og sveitarfélög þurfa hins vegar að gera. Oddný var formaður vinnuhóps fjárlaganefndar sem í sátu auk hennar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þór Saari og Þuríður Backman. Samstaða var um breytingarnar og verður öllum umsóknum áfram fundinn farvegur. Nánari útfærsla á breytingunum verður kynnt í haust. - þeb Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Alþingi mun hætta að úthluta styrkjum til samtaka, félaga og einstaklinga á næsta ári. Styrkirnir nefnast safnliðir á fjárlögum, en þeir nema nú 759 milljónum króna frá þinginu auk 653 milljóna sem koma frá ráðuneytum, að sögn Oddnýjar G. Harðardóttur, formanns fjárlaganefndar. Framvegis mun þingið aðeins ákveða hversu háar upphæðir renna til einstakra málaflokka en láta lögbundnum sjóðum, sveitarfélögum, ráðuneytum og fleirum eftir að úthluta styrkjum. Safnliðirnir hafa verið gagnrýndir sem kjördæmapot og „gamaldags fyrirgreiðslufyrir-komulag," eins og Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingarinnar orðaði það í fyrirspurn um safnliði á síðasta ári. „Allir flokkar hafa gagnrýnt þetta og okkur fannst tími til kominn að gera breytingar á þessu," segir Oddný G. Harðardóttir. Hún segir að þar sem bæði Alþingi og ráðuneytin hafi úthlutað styrkjum hafi það stundum gerst að sömu aðilarnir hafi fengið úthlutað styrkjum frá báðum. Mikill tími fjárlaganefndar fer í viðtöl og vinnu vegna styrkjanna. Þannig á það ekki að vera að mati Oddnýjar, heldur á nefndin að geta einbeitt sér að stærri málum. Breytingunum nú er ætlað að gera úthlutanir gegnsærri og auka traust á því hvernig fjármunum ríkisins er skipt. „Því það hefur verið orðrómur uppi um að þingmenn noti þetta til að hygla sínu kjördæmi og vinum sínum jafnvel." Þá eiga breytingarnar að bæta stjórnsýsluna og yfirsýn yfir einstaka málaflokka. „Það er mjög neytendafjandsamlegt að Alþingi skuli vera að úthluta, af því að Alþingi fellur ekki undir stjórnsýslulög." Því beri Alþingi ekki að skýra úthlutun, sem ráðuneyti og sveitarfélög þurfa hins vegar að gera. Oddný var formaður vinnuhóps fjárlaganefndar sem í sátu auk hennar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þór Saari og Þuríður Backman. Samstaða var um breytingarnar og verður öllum umsóknum áfram fundinn farvegur. Nánari útfærsla á breytingunum verður kynnt í haust. - þeb
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira