Enski boltinn

Young gerði fimm ára samning við United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ashley Young er nú kominn til Manchester United.
Ashley Young er nú kominn til Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Ashley Young skrifað í dag undir fimm ára samning við Manchester United en hann gengur til liðs við félagið frá Aston Villa.

Kaupverðið er óuppgefið en samkvæmt enskum fjölmiðlum mun það vera á bilinu 16 til 20 milljónir punda. Þetta er annar leikmaðurinn sem United kaupir í sumar en fyrr í mánuðinum festi félagið kaup á varnarmanninum Phil Jones frá Blackburn fyrri 16,5 milljónir punda.

Young kom til Villa í janúar árið 2007 frá Wolves fyrir tíu milljónir punda og skoraði hann alls 38 mörk í 190 leikjum með félaginu.

Hann tilkynnti forráðamönnum Villa fyrir nokkru að hann myndi ekki skrifa undir nýjan samning við félagið og því var ákveðið að selja hann nú. „Ashley hefur lagt mikið af mörkum þann tíma sem hann var hjá félaginu og óska allir hjá félaginu honum alls hins besta í framtíðinni," sagði Alex McLeish, nýráðinn stjóri Aston Villa.

Young lék sinn fyrsta landsleik með Englandi árið 2007 og hefur verið lykilmaður í liðinu undanfarin misseri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×