Innlent

Bensínverð lækkar

Þetta er í þriðja skipti í sögunni sem Alþjóðlega orkumálsstofnunin grípur til viðlíka neyðaraðgerða
Þetta er í þriðja skipti í sögunni sem Alþjóðlega orkumálsstofnunin grípur til viðlíka neyðaraðgerða Mynd úr safni
Atlantsolía og Orkan hafa riðið á vaðið og lækkað verð á bæði bensíni og díselolíu í dag.

Ódýrastur er lítrinn hjá Orkunni, 232,6 krónur bensínlítrinn og díselolían á 233,6 krónur.

Hjá Atlantsolíu er verðið 0,01 krónu hærra, en þar var verðið lækkað um þrjár krónur í dag.

Ástæða þessarar lækkunar er hríðlækkandi heimsmarkaðsverð á olíu í kjölfar þess að Alþjóðlega orkumálastofnunin greip til neyðaraðgerða og setti á markað 60 milljónir tunna af olíu til að vega upp á móti þeirri minnkun á olíuframleiðslu sem orðið hefur vegna ástandsins í Lýbíu.

Gera má ráð fyrir að aðrar bensístöðvar fylgi í kjölfarið og lækki verðið.

Gengi bandaríkjadals hefur styrkst nokkuð gagnvart krónunni í dag, en annars hefði meiri verðlækkun á oliu verið viðbúin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×