"Ég hugsaði það allra versta í upphafi“ 18. ágúst 2011 18:36 Foreldrar ungabarns skildu það eftir á gangstéttinni fyrir utan húsið sitt á Seltjarnarnesi þegar þeir fóru að bera út blöð í morgun. Kona sem kom að barninu segir það hafa verið grátandi og illa haldið af kulda. Hún fékk aðstoð leigubílsstjóra og saman kölluðu þau í lögregluna. Hilmar Kristensson leigubílsstjóri var að þvo bílinn sinn á þvottaplaninu við Austurströnd, á sjötta tímanum í morgun, þegar hann kom auga á barnabílstól handan götunnar. „Ég var að þvo bílinn á planinu hérna og varð litið yfir götuna og sé barnastól, bílstól, og sá það að það gægðist fótur út úr stólnum. Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin augum. Ég labbaði þarna yfir og sá að það var ungabarn í stólnum," segir Hilmar. Barnið hafði verið skilið eftir meðan foreldrarnir keyrðu burt til að bera út blöð. Þau höfðu fest barnið í barnabílsstólinn, klætt það í úlpu og húfu en gleymt að setja það í sjálfan bílinn. Ung kona, sem kom að barninu á sama tíma og Hilmar leigubílsstjóri segir það hafa verið blátt af kulda. Hún hafi haldið því í fanginu í um tuttugu mínútur þar til hún og leigubílsstjórinn ákváðu að kalla til lögregluna. „Og við héldum að foreldrar barnsins hefðu skotist inn eitthvað og kannski gleymt einhverju og biðum. En svo var ekki," segir Hilmar og tekur fram að þá hafi hann og unga konan hringt á lögregluna. Lögreglan leit málið alvarlegum augum, tæknideild kom á svæðið og búist var við hinu versta. Ekki er langt síðan fréttir af því þegar nýfætt barn var borið út á Hóteli í miðborginni, sett í ruslið, eins og hver annar úrgangur. Gat slík mannvonska einnig verið að sýna sig hér? „Mér varð dálítið brugðið við þetta. Að sjá þetta. Ég hugsaði það allra versta fyrst í upphafi," segir Hilmar. Um klukkan korter yfir sjö, tæpum tveimur tímum eftir að barnið hafði verið skilið eftir hringdu foreldrarnir í lögregluna og sögðust hafa týnt barninu sínu. Málið er því ekki lengur í höndum lögreglunnar heldur félagsmálayfirvalda sem ákvarða næstu skref. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Foreldrar ungabarns skildu það eftir á gangstéttinni fyrir utan húsið sitt á Seltjarnarnesi þegar þeir fóru að bera út blöð í morgun. Kona sem kom að barninu segir það hafa verið grátandi og illa haldið af kulda. Hún fékk aðstoð leigubílsstjóra og saman kölluðu þau í lögregluna. Hilmar Kristensson leigubílsstjóri var að þvo bílinn sinn á þvottaplaninu við Austurströnd, á sjötta tímanum í morgun, þegar hann kom auga á barnabílstól handan götunnar. „Ég var að þvo bílinn á planinu hérna og varð litið yfir götuna og sé barnastól, bílstól, og sá það að það gægðist fótur út úr stólnum. Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin augum. Ég labbaði þarna yfir og sá að það var ungabarn í stólnum," segir Hilmar. Barnið hafði verið skilið eftir meðan foreldrarnir keyrðu burt til að bera út blöð. Þau höfðu fest barnið í barnabílsstólinn, klætt það í úlpu og húfu en gleymt að setja það í sjálfan bílinn. Ung kona, sem kom að barninu á sama tíma og Hilmar leigubílsstjóri segir það hafa verið blátt af kulda. Hún hafi haldið því í fanginu í um tuttugu mínútur þar til hún og leigubílsstjórinn ákváðu að kalla til lögregluna. „Og við héldum að foreldrar barnsins hefðu skotist inn eitthvað og kannski gleymt einhverju og biðum. En svo var ekki," segir Hilmar og tekur fram að þá hafi hann og unga konan hringt á lögregluna. Lögreglan leit málið alvarlegum augum, tæknideild kom á svæðið og búist var við hinu versta. Ekki er langt síðan fréttir af því þegar nýfætt barn var borið út á Hóteli í miðborginni, sett í ruslið, eins og hver annar úrgangur. Gat slík mannvonska einnig verið að sýna sig hér? „Mér varð dálítið brugðið við þetta. Að sjá þetta. Ég hugsaði það allra versta fyrst í upphafi," segir Hilmar. Um klukkan korter yfir sjö, tæpum tveimur tímum eftir að barnið hafði verið skilið eftir hringdu foreldrarnir í lögregluna og sögðust hafa týnt barninu sínu. Málið er því ekki lengur í höndum lögreglunnar heldur félagsmálayfirvalda sem ákvarða næstu skref.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira