"Ég hugsaði það allra versta í upphafi“ 18. ágúst 2011 18:36 Foreldrar ungabarns skildu það eftir á gangstéttinni fyrir utan húsið sitt á Seltjarnarnesi þegar þeir fóru að bera út blöð í morgun. Kona sem kom að barninu segir það hafa verið grátandi og illa haldið af kulda. Hún fékk aðstoð leigubílsstjóra og saman kölluðu þau í lögregluna. Hilmar Kristensson leigubílsstjóri var að þvo bílinn sinn á þvottaplaninu við Austurströnd, á sjötta tímanum í morgun, þegar hann kom auga á barnabílstól handan götunnar. „Ég var að þvo bílinn á planinu hérna og varð litið yfir götuna og sé barnastól, bílstól, og sá það að það gægðist fótur út úr stólnum. Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin augum. Ég labbaði þarna yfir og sá að það var ungabarn í stólnum," segir Hilmar. Barnið hafði verið skilið eftir meðan foreldrarnir keyrðu burt til að bera út blöð. Þau höfðu fest barnið í barnabílsstólinn, klætt það í úlpu og húfu en gleymt að setja það í sjálfan bílinn. Ung kona, sem kom að barninu á sama tíma og Hilmar leigubílsstjóri segir það hafa verið blátt af kulda. Hún hafi haldið því í fanginu í um tuttugu mínútur þar til hún og leigubílsstjórinn ákváðu að kalla til lögregluna. „Og við héldum að foreldrar barnsins hefðu skotist inn eitthvað og kannski gleymt einhverju og biðum. En svo var ekki," segir Hilmar og tekur fram að þá hafi hann og unga konan hringt á lögregluna. Lögreglan leit málið alvarlegum augum, tæknideild kom á svæðið og búist var við hinu versta. Ekki er langt síðan fréttir af því þegar nýfætt barn var borið út á Hóteli í miðborginni, sett í ruslið, eins og hver annar úrgangur. Gat slík mannvonska einnig verið að sýna sig hér? „Mér varð dálítið brugðið við þetta. Að sjá þetta. Ég hugsaði það allra versta fyrst í upphafi," segir Hilmar. Um klukkan korter yfir sjö, tæpum tveimur tímum eftir að barnið hafði verið skilið eftir hringdu foreldrarnir í lögregluna og sögðust hafa týnt barninu sínu. Málið er því ekki lengur í höndum lögreglunnar heldur félagsmálayfirvalda sem ákvarða næstu skref. Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Foreldrar ungabarns skildu það eftir á gangstéttinni fyrir utan húsið sitt á Seltjarnarnesi þegar þeir fóru að bera út blöð í morgun. Kona sem kom að barninu segir það hafa verið grátandi og illa haldið af kulda. Hún fékk aðstoð leigubílsstjóra og saman kölluðu þau í lögregluna. Hilmar Kristensson leigubílsstjóri var að þvo bílinn sinn á þvottaplaninu við Austurströnd, á sjötta tímanum í morgun, þegar hann kom auga á barnabílstól handan götunnar. „Ég var að þvo bílinn á planinu hérna og varð litið yfir götuna og sé barnastól, bílstól, og sá það að það gægðist fótur út úr stólnum. Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin augum. Ég labbaði þarna yfir og sá að það var ungabarn í stólnum," segir Hilmar. Barnið hafði verið skilið eftir meðan foreldrarnir keyrðu burt til að bera út blöð. Þau höfðu fest barnið í barnabílsstólinn, klætt það í úlpu og húfu en gleymt að setja það í sjálfan bílinn. Ung kona, sem kom að barninu á sama tíma og Hilmar leigubílsstjóri segir það hafa verið blátt af kulda. Hún hafi haldið því í fanginu í um tuttugu mínútur þar til hún og leigubílsstjórinn ákváðu að kalla til lögregluna. „Og við héldum að foreldrar barnsins hefðu skotist inn eitthvað og kannski gleymt einhverju og biðum. En svo var ekki," segir Hilmar og tekur fram að þá hafi hann og unga konan hringt á lögregluna. Lögreglan leit málið alvarlegum augum, tæknideild kom á svæðið og búist var við hinu versta. Ekki er langt síðan fréttir af því þegar nýfætt barn var borið út á Hóteli í miðborginni, sett í ruslið, eins og hver annar úrgangur. Gat slík mannvonska einnig verið að sýna sig hér? „Mér varð dálítið brugðið við þetta. Að sjá þetta. Ég hugsaði það allra versta fyrst í upphafi," segir Hilmar. Um klukkan korter yfir sjö, tæpum tveimur tímum eftir að barnið hafði verið skilið eftir hringdu foreldrarnir í lögregluna og sögðust hafa týnt barninu sínu. Málið er því ekki lengur í höndum lögreglunnar heldur félagsmálayfirvalda sem ákvarða næstu skref.
Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira