"Ég hugsaði það allra versta í upphafi“ 18. ágúst 2011 18:36 Foreldrar ungabarns skildu það eftir á gangstéttinni fyrir utan húsið sitt á Seltjarnarnesi þegar þeir fóru að bera út blöð í morgun. Kona sem kom að barninu segir það hafa verið grátandi og illa haldið af kulda. Hún fékk aðstoð leigubílsstjóra og saman kölluðu þau í lögregluna. Hilmar Kristensson leigubílsstjóri var að þvo bílinn sinn á þvottaplaninu við Austurströnd, á sjötta tímanum í morgun, þegar hann kom auga á barnabílstól handan götunnar. „Ég var að þvo bílinn á planinu hérna og varð litið yfir götuna og sé barnastól, bílstól, og sá það að það gægðist fótur út úr stólnum. Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin augum. Ég labbaði þarna yfir og sá að það var ungabarn í stólnum," segir Hilmar. Barnið hafði verið skilið eftir meðan foreldrarnir keyrðu burt til að bera út blöð. Þau höfðu fest barnið í barnabílsstólinn, klætt það í úlpu og húfu en gleymt að setja það í sjálfan bílinn. Ung kona, sem kom að barninu á sama tíma og Hilmar leigubílsstjóri segir það hafa verið blátt af kulda. Hún hafi haldið því í fanginu í um tuttugu mínútur þar til hún og leigubílsstjórinn ákváðu að kalla til lögregluna. „Og við héldum að foreldrar barnsins hefðu skotist inn eitthvað og kannski gleymt einhverju og biðum. En svo var ekki," segir Hilmar og tekur fram að þá hafi hann og unga konan hringt á lögregluna. Lögreglan leit málið alvarlegum augum, tæknideild kom á svæðið og búist var við hinu versta. Ekki er langt síðan fréttir af því þegar nýfætt barn var borið út á Hóteli í miðborginni, sett í ruslið, eins og hver annar úrgangur. Gat slík mannvonska einnig verið að sýna sig hér? „Mér varð dálítið brugðið við þetta. Að sjá þetta. Ég hugsaði það allra versta fyrst í upphafi," segir Hilmar. Um klukkan korter yfir sjö, tæpum tveimur tímum eftir að barnið hafði verið skilið eftir hringdu foreldrarnir í lögregluna og sögðust hafa týnt barninu sínu. Málið er því ekki lengur í höndum lögreglunnar heldur félagsmálayfirvalda sem ákvarða næstu skref. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Foreldrar ungabarns skildu það eftir á gangstéttinni fyrir utan húsið sitt á Seltjarnarnesi þegar þeir fóru að bera út blöð í morgun. Kona sem kom að barninu segir það hafa verið grátandi og illa haldið af kulda. Hún fékk aðstoð leigubílsstjóra og saman kölluðu þau í lögregluna. Hilmar Kristensson leigubílsstjóri var að þvo bílinn sinn á þvottaplaninu við Austurströnd, á sjötta tímanum í morgun, þegar hann kom auga á barnabílstól handan götunnar. „Ég var að þvo bílinn á planinu hérna og varð litið yfir götuna og sé barnastól, bílstól, og sá það að það gægðist fótur út úr stólnum. Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin augum. Ég labbaði þarna yfir og sá að það var ungabarn í stólnum," segir Hilmar. Barnið hafði verið skilið eftir meðan foreldrarnir keyrðu burt til að bera út blöð. Þau höfðu fest barnið í barnabílsstólinn, klætt það í úlpu og húfu en gleymt að setja það í sjálfan bílinn. Ung kona, sem kom að barninu á sama tíma og Hilmar leigubílsstjóri segir það hafa verið blátt af kulda. Hún hafi haldið því í fanginu í um tuttugu mínútur þar til hún og leigubílsstjórinn ákváðu að kalla til lögregluna. „Og við héldum að foreldrar barnsins hefðu skotist inn eitthvað og kannski gleymt einhverju og biðum. En svo var ekki," segir Hilmar og tekur fram að þá hafi hann og unga konan hringt á lögregluna. Lögreglan leit málið alvarlegum augum, tæknideild kom á svæðið og búist var við hinu versta. Ekki er langt síðan fréttir af því þegar nýfætt barn var borið út á Hóteli í miðborginni, sett í ruslið, eins og hver annar úrgangur. Gat slík mannvonska einnig verið að sýna sig hér? „Mér varð dálítið brugðið við þetta. Að sjá þetta. Ég hugsaði það allra versta fyrst í upphafi," segir Hilmar. Um klukkan korter yfir sjö, tæpum tveimur tímum eftir að barnið hafði verið skilið eftir hringdu foreldrarnir í lögregluna og sögðust hafa týnt barninu sínu. Málið er því ekki lengur í höndum lögreglunnar heldur félagsmálayfirvalda sem ákvarða næstu skref.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira