Enski boltinn

Carroll í deilum við umboðsmann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Andy Carroll þarf að koma fyrir gerðardómi vegna deilna hans við umboðsmanninn Peter Harrison, sem eitt sinn var umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen.

Liverpool keypti í vikunni Carroll frá Newcastle fyrir 35 milljónir punda sem er það mesta sem greitt hefur verið fyrir breskan leikmann.

Harrison heldur því fram að Carroll hafi gert við sig samning í mars árið 2009 um að Harrison yrði umboðsmaður hans í tvö ár.

Hins vegar mun Carroll hafa sagt nokkrum mánuðum síðar að hann vildi skipta um umboðsmann og fara til Mark Curtis, sem þá var umboðsmaður Kevin Nolan, fyrirliða Newcastle og góðvinar Carroll.

En Harrison segir nú að upphaflega samkomulag þeirra sé enn í gildi og því hafi verið gengið fram hjá honum þegar Carroll samdi við Liverpool.

Enska knattspyrnusambandið hefur sett saman gerðardóm og verður málið tekið fyrir á næstu vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×