Enski boltinn

FC Bayern vill líka fá Young

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ashley Young.
Ashley Young.
Það verður hart bitist um enska vængmanninn Ashley Young í sumar en hvorki meira né minna en þrjú stórlið vilja fá kappann í sínar raðir.

Þegar hefur verið greint frá áhuga Man. Utd og Liverpool á leikmanninum en nú er FC Bayern einnig komið í slaginn.

Gerard Houllier, stjóri Villa, er ekki hrifinn af þessum áhuga stórliðanna og hefur látið hafa eftir sér að Young fari ekki fyrir minna en 80 milljónir punda.

Leikmaðurinn á aftur á móti aðeins 18 mánuði eftir af samningi sínum við Villa og félagið gæti því neyðst til þess að selja hann í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×