Enski boltinn

Lampard skoraði tvö mörk í öruggum sigri Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Chelsea er níu stigum á eftir toppliði Man. Utd eftir öruggan útisigur á Blackpool í kvöld. Lokatölur 1-3. Chelsea er þess utan aðeins tveim stigum á eftir Man. City sem situr í þriðja sæti og Chelsea á leik inni.

John Terry kom Chelsea yfir á 20. minútu með skallamarki. Blackpool sótti nokkuð í kjölfarið og var ekki fjarri því að jafna fyrir hlé en allt kom fyrir ekki.

Á 62. mínútu fékk Chelsea umdeilda vítaspyrnu. Salomon Kalou féll í teignum og dómarinn flautaði. Frank Lampard skoraði af öryggi úr spyrnunni.

Aðeins fjórum mínútum síðar fékk Lampard laglega stungusendingu frá Kalou sem hann kláraði með miklum sóma.

Leikmenn Blackpool gáfust þó ekki upp og Jason Puncheon minnkaði muninn fjórum mínútum fyrir leikslok. Nær komst Blackpool þó ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×