Enski boltinn

Holloway: Kalou gat ekki beðið eftir að láta sig detta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Holloway á hliðarlínunni í kvöld.
Holloway á hliðarlínunni í kvöld.
Umdeildar vítaspyrnur virðast ætla að elta Chelsea en liðið fékk aftur umdeilt víti í kvöld gegn Blackpool sem kom Chelsea í afar þægilega stöðu eða 0-2.

Salomon Kalou féll þá frekar auðveldlega í teignum og Ian Holloway, stjóri Blackpool, var allt annað en sáttur.

"Ég er búinn að skoða þetta atvik fjórum eða fimm sinnum. Minn maður var ekki að spila gáfulega vörn en um leið og hann kom nálægt Kalou þá lét hann sig falla. Kalou gat ekki beðið eftir því að láta sig detta. Dómarinn gat lítið annað gert," sagði Holloway.

Chelsea vann leikinn 1-3 og nálgast nú efstu liðin í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×