Erlent

Stúlkur brenndar í djöfullegum helgisið

Stúlkurnar eru stórslasaðar en eru ekki taldnar vera í lífshættu.
Stúlkurnar eru stórslasaðar en eru ekki taldnar vera í lífshættu.
Tvær ungar stúlkar frá Suður-Afríku liggja nú brunadeild spítalans í Jóhannesarborg eftir að ráðist var á þær í gær. Stúlkurnar voru brenndar. Talið er að árásarmennirnir hafi viljað framkvæma djöfulllegan helgisið en þeir skáru hendur þriðju stúlkunnar sem hélt á biblíu á meðan hinar tvær brunnu.

Stúlkurnar eru 18 og 16 ára og eru enn undir meðhöndlun lækna í Jóhannesarborg.

Tveir menn hafa gefið sig fram og verða þeir leiddir fyrir dómara í dag.

Málið hefur vakið mikinn óhug í Jóhannesarborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×