Erlent

Mannréttindadómstóllinn leyfir krossa í skólum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að það brýtur ekki gegn réttindum trúlausra að hafa krossa hangandi uppi í skólastofum í barnaskólum. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu í dag.

Áður hafði dómstóll á Ítalíu komist að þeirri niðurstöðu í nóvember 2009 að krossar í skólastofum brytu gegn mannréttindum trúlausra. En utanríkisráðherra Ítalíu fagnaði niðurstöðu Mannréttindadómstólsins í dag. „Niðurstaðan sýnir skýrt rétt borgara til að verja þeirra eigin gildi og einkenni,“ er haft eftir Franco Frattini utnríkisráðherra í ítalska dagblaðinu La Repubblica.

Mannréttindadómstóllinn segir þó í dómnum að niðurstaðan eigi aðeins við um ítalska barnaskóla. Dómurinn gæti þó verið fordæmisgefandi verði öðrum ríkjum stefnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×