Lífið

Sævar Karl opnar sýningu

Sævar Karl sendi út boðskort í gær og bauð í opnun á listasýningu á verkum sínum. Helmingurinn af sölu verkanna rennur til mæðrastyrksnefndarinnar í München.
Sævar Karl sendi út boðskort í gær og bauð í opnun á listasýningu á verkum sínum. Helmingurinn af sölu verkanna rennur til mæðrastyrksnefndarinnar í München.
„Þetta eru örugglega sextíu verk, allt málverk á striga. Nú er ákveðnu tímabili að ljúka og þegar því er lokið hefst ég bara handa við eitthvert annað tímabil," segir Sævar Karl Ólason. Hann opnar sína fyrstu einkasýningu sunnudaginn 29. maí á heimil sínu í München og sendi út boðskort í gær.

Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu hafa Sævar og eiginkona hans, Erla Þórarinsdóttir, komið sér notalega fyrir í München í Þýskalandi eftir að þau seldu tískuvöruverslunina Sævar Karl í Bankastræti. Þar sinnir Sævar aðaláhugamálinu sínu og málar listaverk af miklum móð. Þegar Fréttablaðið náði tali af honum hljómaði ljúf sígild tónlist undir og Sævar stóð úti á veröndinni í þrjátíu stiga hita og var að mála. „Það er frábært að opna sína eigin sýningu, ég hef nú verið með í einhverjum samsýningum," segir Sævar.

Sýningin stendur eingöngu yfir í einn dag og rennur helmingurinn af söluverðinu til mæðrastyrksnefndarinnar í München. „Þetta er göfugt málefni,“ segir Sævar og bætir því við að ástæðan fyrir því að hann sé að opna sýningu sé afar einföld: „Allir listamenn sækjast eftir klappi og ákveðinni viðurkenningu.“- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.