Vill Giggs sækja 75 þúsund tístara til saka? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. maí 2011 23:30 Ryan Giggs í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images Mikið hefur verið fjallað um málefni Ryan Giggs í enskum fjölmiðlum eftir að þau voru tekin fyrir í fyrirspurnartíma á breska þinginu í dag. Forsaga málsins er sú að Giggs fékk í gegn umfjöllunarbann um einkalíf sitt vegna meints framhjáhalds hans með konu að nafni Imogen Thomas. Bannið fékk hann eftir að Thomas vildi segja sögu sína í The Sun. Hún er þekkt í Bretlandi fyrir þátttöku sína í Big Brother-sjónvarpsþættinum auk þess sem hún var kosin Ungfrú Wales árið 2003. Fjölmiðlar í Bretlandi þurftu því að sitja á sér en skoskt dagblað birti um helgina mynd af Giggs, reyndar með svartan borða yfir augun og án þess að nefna hann á nafn. Í kjölfarið fékk málið mikla umræðu á Twitter-samskiptasíðunni sem gerði þetta að enn stærra máli. Lögmaður Giggs hefur nú beðið dómstóla í Bretlandi að fara fram á það að Twitter reiði fram upplýsingar um þá 75 þúsund notendur á síðu sinni sem nefndu Giggs á nafn í færslum tengdu þessu máli. Það var einmitt þess vegna sem að þingmaðurinn John Hemming steig fram í breska þinginu í dag og nefndi Giggs á nafn. Hann nýtur sérstakrar friðhelgi sem þingmaður og mátti því nefna Giggs á nafn í þessu samhengi.Imogen Thomas.Nordic Photos / Getty ImagesSagði Hemming að það væri vitaskuld óraunhæft að fangelsa 75 þúsund manns fyrir að nefna Giggs á nafn í færslum sínum. Hemming sagði svo í viðtali við BBC að hann hefði nýtt sér þessa heimild sína eftir að Giggs gerði sig líklegan til að lögsækja allan þennan fjölda fyrir svo smávægilegt mál eins og að bera út slúður um hann. Hemming var talsvert gagnrýndur af öðrum þingmönnum fyrir að beita þessu úrræði. Mörgum finnst að hann hafi þar með gert lítið úr þeim lögum sem vernduðu Giggs í þessu máli. Í grunninn snýst málið um rétt einstaklings til að vernda einkalíf sitt frá ágangi fjölmiðlamanna - hvort sem þeir eru þekktir og ríkir knattspyrnumenn eða ekki. Hvort Giggs ætlar að ganga lengra en hann hefur gert vegna þessa verður að koma í ljós. Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um málefni Ryan Giggs í enskum fjölmiðlum eftir að þau voru tekin fyrir í fyrirspurnartíma á breska þinginu í dag. Forsaga málsins er sú að Giggs fékk í gegn umfjöllunarbann um einkalíf sitt vegna meints framhjáhalds hans með konu að nafni Imogen Thomas. Bannið fékk hann eftir að Thomas vildi segja sögu sína í The Sun. Hún er þekkt í Bretlandi fyrir þátttöku sína í Big Brother-sjónvarpsþættinum auk þess sem hún var kosin Ungfrú Wales árið 2003. Fjölmiðlar í Bretlandi þurftu því að sitja á sér en skoskt dagblað birti um helgina mynd af Giggs, reyndar með svartan borða yfir augun og án þess að nefna hann á nafn. Í kjölfarið fékk málið mikla umræðu á Twitter-samskiptasíðunni sem gerði þetta að enn stærra máli. Lögmaður Giggs hefur nú beðið dómstóla í Bretlandi að fara fram á það að Twitter reiði fram upplýsingar um þá 75 þúsund notendur á síðu sinni sem nefndu Giggs á nafn í færslum tengdu þessu máli. Það var einmitt þess vegna sem að þingmaðurinn John Hemming steig fram í breska þinginu í dag og nefndi Giggs á nafn. Hann nýtur sérstakrar friðhelgi sem þingmaður og mátti því nefna Giggs á nafn í þessu samhengi.Imogen Thomas.Nordic Photos / Getty ImagesSagði Hemming að það væri vitaskuld óraunhæft að fangelsa 75 þúsund manns fyrir að nefna Giggs á nafn í færslum sínum. Hemming sagði svo í viðtali við BBC að hann hefði nýtt sér þessa heimild sína eftir að Giggs gerði sig líklegan til að lögsækja allan þennan fjölda fyrir svo smávægilegt mál eins og að bera út slúður um hann. Hemming var talsvert gagnrýndur af öðrum þingmönnum fyrir að beita þessu úrræði. Mörgum finnst að hann hafi þar með gert lítið úr þeim lögum sem vernduðu Giggs í þessu máli. Í grunninn snýst málið um rétt einstaklings til að vernda einkalíf sitt frá ágangi fjölmiðlamanna - hvort sem þeir eru þekktir og ríkir knattspyrnumenn eða ekki. Hvort Giggs ætlar að ganga lengra en hann hefur gert vegna þessa verður að koma í ljós.
Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira