Álfadeila í Bolungarvík - bæjarstjórinn kemur af fjöllum 25. júní 2011 16:52 Álfar úr Hafnarfirði. Þeir eru reyndar ekki taldi eiga í illdeilum við bæjaryfirvöld eins og félagar þeirra í Bolungarvík. Sáttafundur milli manna og náttúrurafla var haldinn í Bolungarvík á miðvikudag samkvæmt fréttavef Bæjarins bestu, bb.is. Þar segir að tildrög fundarins hafi verið þau að Vigdís Kristín Steinþórsdóttir, sjáandi, fór með hóp fólks til Bolungarvíkur í tengslum við Kærleiksdaga sem hún hélt að Núpi í Dýrafirði 6.-17. júní. „Við höfum alltaf farið um þegar við erum hér og rætt við náttúrverur. Núna fundum við að við yrðum að fara til Bolungarvíkur,“ segir Vigdís Kristín í viðtali við bb.is. Þegar farið var í gegnum Bolungarvíkurgöngin fann hópurinn fyrir mikilli sorg í göngunum. „Við ákváðum því að stoppa og báðumst fyrirgefningar fyrir hönd mannkyns. Þegar við héldum áfram til Bolungarvíkur sjáum við jarðraskið í hlíðinni. Við fórum þangað og hugleiddum,“ sagði Vigdís og bætti við að álfarnir væru sárir og reiðir yfir því að engin skyldi haf spurt þá áður en framkvæmdir hófust. Í gær fór sprenging í grjótanámu í hlíð Traðarhryrnu úrskeiðis með þeim afleiðingum að hús nálægt svæðinu skemmdist lítillega. Í samtali við RÚV í gær líkti Leó Jónsson, verkfræðingur hjá Ósafli, klettunum við brauðsneiðar. Fyrst hefði átt að sprengja ystu brauðsneiðina og svo koll af kolli. Síðan hafi það gerst að fyrsta brauðsneiðin sprakk ekki niður og hafi þær sneiðar sem á eftir komu ekki haft neina aðra útgönguleiðir en upp á við. Að sögn Leós eru sprengjumottur almennt ekki notaðar við sprengingar sem þessar heldur aðallega við sprengingar á skurðum. Þessu hafnar þó vinnueftirlitið sem segir sprengjumottur ávallt notaðar nema við mjög sérstakar aðstæður. Vigdís Kristín hefur hinsvegar sína skýringu á málinu samkvæmt vef bæjarins bestu: „Tveir miðlar segja mér að álfarnir séu reiðir út í bæinn fyrir virðingarleysið en þriðji miðilinn segir að slys hafi orðið á álfabarni í sprengingunni og faðir barnsins hafi verið að hefna sín.“ Bæjarstjóri Bolungarvíkur, Elías Jónatansson, var ekki boðaður á sáttafundinn formlega og kom í raun af fjöllum þegar bb.is hafði samband við hann. Í viðtali við vefinn sagði hann: „Satt að segja hefur þetta mál allt komið mér í opna skjöldu. Vigdís hafði aldrei samband við mig út af þessum fundi. Ég heyrði aðeins af honum gegnum þriðja aðila og vissi ekki að nærveru minnar væri óskað.“ Þess má geta að það eru til fordæmi fyrir því að bæjaryfirvöld fái sjáendur til þess að semja við álfa fyrir framkvæmdir. Þannig var sagt frá því í DV árið 2006 að bæjarstjórn Voga við Vatnsleysisströnd hefði samþykkt að fá sjáanda frá Hafnarfirði til þess að semja um flutninga við álfa áður en elliheimili voru reist þar í bæ. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Sáttafundur milli manna og náttúrurafla var haldinn í Bolungarvík á miðvikudag samkvæmt fréttavef Bæjarins bestu, bb.is. Þar segir að tildrög fundarins hafi verið þau að Vigdís Kristín Steinþórsdóttir, sjáandi, fór með hóp fólks til Bolungarvíkur í tengslum við Kærleiksdaga sem hún hélt að Núpi í Dýrafirði 6.-17. júní. „Við höfum alltaf farið um þegar við erum hér og rætt við náttúrverur. Núna fundum við að við yrðum að fara til Bolungarvíkur,“ segir Vigdís Kristín í viðtali við bb.is. Þegar farið var í gegnum Bolungarvíkurgöngin fann hópurinn fyrir mikilli sorg í göngunum. „Við ákváðum því að stoppa og báðumst fyrirgefningar fyrir hönd mannkyns. Þegar við héldum áfram til Bolungarvíkur sjáum við jarðraskið í hlíðinni. Við fórum þangað og hugleiddum,“ sagði Vigdís og bætti við að álfarnir væru sárir og reiðir yfir því að engin skyldi haf spurt þá áður en framkvæmdir hófust. Í gær fór sprenging í grjótanámu í hlíð Traðarhryrnu úrskeiðis með þeim afleiðingum að hús nálægt svæðinu skemmdist lítillega. Í samtali við RÚV í gær líkti Leó Jónsson, verkfræðingur hjá Ósafli, klettunum við brauðsneiðar. Fyrst hefði átt að sprengja ystu brauðsneiðina og svo koll af kolli. Síðan hafi það gerst að fyrsta brauðsneiðin sprakk ekki niður og hafi þær sneiðar sem á eftir komu ekki haft neina aðra útgönguleiðir en upp á við. Að sögn Leós eru sprengjumottur almennt ekki notaðar við sprengingar sem þessar heldur aðallega við sprengingar á skurðum. Þessu hafnar þó vinnueftirlitið sem segir sprengjumottur ávallt notaðar nema við mjög sérstakar aðstæður. Vigdís Kristín hefur hinsvegar sína skýringu á málinu samkvæmt vef bæjarins bestu: „Tveir miðlar segja mér að álfarnir séu reiðir út í bæinn fyrir virðingarleysið en þriðji miðilinn segir að slys hafi orðið á álfabarni í sprengingunni og faðir barnsins hafi verið að hefna sín.“ Bæjarstjóri Bolungarvíkur, Elías Jónatansson, var ekki boðaður á sáttafundinn formlega og kom í raun af fjöllum þegar bb.is hafði samband við hann. Í viðtali við vefinn sagði hann: „Satt að segja hefur þetta mál allt komið mér í opna skjöldu. Vigdís hafði aldrei samband við mig út af þessum fundi. Ég heyrði aðeins af honum gegnum þriðja aðila og vissi ekki að nærveru minnar væri óskað.“ Þess má geta að það eru til fordæmi fyrir því að bæjaryfirvöld fái sjáendur til þess að semja við álfa fyrir framkvæmdir. Þannig var sagt frá því í DV árið 2006 að bæjarstjórn Voga við Vatnsleysisströnd hefði samþykkt að fá sjáanda frá Hafnarfirði til þess að semja um flutninga við álfa áður en elliheimili voru reist þar í bæ.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira