"Hálfbúarnir“ kaupa gömlu húsin en búa bara hluta ársins Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. júní 2011 19:30 Fólkið í bænum kallar þá hálfbúa, aðkomumennina sem flutt hafa í stríðum straumum til Stykkishólms en búa bara hluta ársins í bænum. Það var upp úr 1970 sem íbúar í Stykkishólmi fóru að átta sig á því að það var eitthvað alveg sérstakt við bæinn þeirra, gömlu húsin sem mörg höfðu staðið í óbreyttri mynd frá byggingu þeirra settu sérstakan svip á bæjarlífið. Frá þeim tíma hefur bærinn lagt áherslu á að varðveita 19. aldar götumyndina sem er orðin að sjálfstæðu aðdráttarafli í augum sumra ferðamanna. Mörg húsanna eru í einstaklega góðu ásigkomulagi og augljóst að íbújar bæjarins leggja mikið á sig til viðhalda sterkum sérkennum og gamla andanum í bænum sem dylst engum sem sækir Hólminn heim. Það er einhver dúlúð, eitthvað andrúmsloft sem grípur þann sem þarna á leið hjá. Davíð Sveinsson, bæjarfulltrúi og tengdafaðir dáðustu íþróttahetju bæjarins, Hlyns Bæringssonar körfuboltamanns og Svíþjóðarmeistara, segir að það hafi sína kosti og galla að varðveita 19. aldar götumyndina. „Það eru komin ansi mörg hús sem eru í eigu aðfluttra sem að koma hérna og hafa notað húsin töluvert mikið. En það eru mjög fá hús sem á eftir að gera upp. Þetta hefur bæði kosti og galla, en þetta gerir bæjarmyndina skemmtilegri, segir Davíð Sveinsson, bæjarfulltrúi í Stykkishólmi og fæddur og uppalinn Hólmari. Davíð segir að heimamenn kalli þá hálfbúana, þessa aðfluttu sem kaupi sér hús en dvelji í þeim aðeins hluta ársins. „Eini gallinn við þetta er að það er ekki fólk í þessum húsum allt árið. Sérstaklega yfir vetrartímann eru sum húsin auð og það eru auðvitað íbúarnir sem þurfa að halda uppi sveitarfélaginu, en þetta þýðir færri skattgreiðendur. Það vantar að fólk geti verið með tvöfaldan búseturétt hérna," segir Davíð. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Sjá meira
Fólkið í bænum kallar þá hálfbúa, aðkomumennina sem flutt hafa í stríðum straumum til Stykkishólms en búa bara hluta ársins í bænum. Það var upp úr 1970 sem íbúar í Stykkishólmi fóru að átta sig á því að það var eitthvað alveg sérstakt við bæinn þeirra, gömlu húsin sem mörg höfðu staðið í óbreyttri mynd frá byggingu þeirra settu sérstakan svip á bæjarlífið. Frá þeim tíma hefur bærinn lagt áherslu á að varðveita 19. aldar götumyndina sem er orðin að sjálfstæðu aðdráttarafli í augum sumra ferðamanna. Mörg húsanna eru í einstaklega góðu ásigkomulagi og augljóst að íbújar bæjarins leggja mikið á sig til viðhalda sterkum sérkennum og gamla andanum í bænum sem dylst engum sem sækir Hólminn heim. Það er einhver dúlúð, eitthvað andrúmsloft sem grípur þann sem þarna á leið hjá. Davíð Sveinsson, bæjarfulltrúi og tengdafaðir dáðustu íþróttahetju bæjarins, Hlyns Bæringssonar körfuboltamanns og Svíþjóðarmeistara, segir að það hafi sína kosti og galla að varðveita 19. aldar götumyndina. „Það eru komin ansi mörg hús sem eru í eigu aðfluttra sem að koma hérna og hafa notað húsin töluvert mikið. En það eru mjög fá hús sem á eftir að gera upp. Þetta hefur bæði kosti og galla, en þetta gerir bæjarmyndina skemmtilegri, segir Davíð Sveinsson, bæjarfulltrúi í Stykkishólmi og fæddur og uppalinn Hólmari. Davíð segir að heimamenn kalli þá hálfbúana, þessa aðfluttu sem kaupi sér hús en dvelji í þeim aðeins hluta ársins. „Eini gallinn við þetta er að það er ekki fólk í þessum húsum allt árið. Sérstaklega yfir vetrartímann eru sum húsin auð og það eru auðvitað íbúarnir sem þurfa að halda uppi sveitarfélaginu, en þetta þýðir færri skattgreiðendur. Það vantar að fólk geti verið með tvöfaldan búseturétt hérna," segir Davíð. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Sjá meira