Asif Ali Zardari forseti Pakistan hafnar því að drápið á Osama bin Laden sé merki um að Pakistönum hafi mistekist að takast á við hryjuverkavandamálið í landinu.
Í grein í blaðinu Washington Post bendir Zardari á að Pakistan sé hugsanlega mesta fórnarlamb heimsins þegar kemur að hryðjuverkum.
Grein Zardari eru fyrstu opinberu viðbrögð stjórnvalda í Pakistan við drápinu á Osama. Í henni segir hann að Pakistanar hafi ekki átt hlut að máli í aðgerðinni gegn Osama.
Bandarískir embættismenn segja aftur á móti að stjórnvöld í Pakistan hljóti að hafa vitað af því að Osama var búsettur í landinu.
Segir Pakistana ekki hafa tekið þátt í að drepa Osama
