Erlent

Bretar hafna breytingum á kosningakerfinu

Bretar höfnuðu því í dag í þjóðaratkvæðagreiðslu að gera breytingar á kosningakerfi landsins. Þrátt fyrir að talning standi enn yfir hafa Nei-menn náð nægilega mörgum atkvæðum til þess að Já-menn eigi ekki möguleika á sigri. Spár gera ráð fyrir að tillagan verði felld með 69 prósentum atkvæða.

Útkoman er sögð mikið áfall fyrir Nick Clegg, formann Frjálslyndra demókrata, en málið hefur verið eitt helsta baráttumál þeirra í gegnum tíðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×