"Borgin er að eyða tíma sínum í að berjast við vindmyllur“ 21. júní 2011 20:24 Monte Carlo á Laugaveginum „Ég er búinn að vera í þessum bransa í tuttugu ár, það er svo fjarri því að ég sé að fara loka," segir Margeir Margeirsson, eigandi veitingastaðanna Monte Carlo og Mónakó við Laugaveg. Skrifstofustjóri borgarstjórnar hefur lagt það til við borgarráð að það leggist gegn því að veitingastaðirnir tveir fái rekstrarleyfi. Eins árs bráðabirgðaleyfi rann út í febrúar síðastliðnum og nú er staðan sú að borgarráð þarf að gefa út umsögn um hvort að leyfin skuli verða endurnýjuð. Margeir segir málið vera fjarstæðukennt og sé fjarri raunveruleikanum. „Þetta er svona álíka fjarri lagi og ef ég segði þér að það væri myrkur úti. Þetta er persónuleg árátta Stefáns Eiríkssonar [lögreglustjóra í Reykjavík, innsk.blm.], sem er búinn að fá fólk með sér í lið til að reyna koma mér af Laugaveginum," segir Margeir. Skrifstofustjóri borgarstjórnar segir í bréfi sínu til borgarráðs að ráðið skuli veita neikvæða umsögn um umsókn fyrir rekstrarleyfi staðanna. Í bréfinu segir að þrátt fyrir bráðabirgðaleyfi til eins árs hafi ekki verið gerðar úrbætur og til dæmis virðist brotum og verkefnum lögreglu hafa fjölgað á ný. „Ég er búinn að fá skráðar lögregluskýrslur allt árið, sem sýna fram á það að þessi svokölluðu 130 brot varða flest ekki staðina mína," segir hann og kveðst hafa litlar áhyggjur af málinu. „Eins og ég segi, ég hef engar áhyggjur af þetta fólk geti lokað hjá mér, mér bara leiðist að þau séu að eyða tíma sínum í þetta. Ég er ósáttur við fíflagang, borgin er að eyða tímum og kröftum sinna manna í að berjast við vindmyllur, því þetta er bara vitleysa." „Ef þetta fólk heldur að það sé kjörið í borgarstjórn Reykjavíkur til að hjálpa Stefáni að brjóta lög á mér aftur og aftur, þá er það ekki þannig. Mínir lögfræðingar munu koma til með að svara þessu af fullri hörku," segir hann. Borgarráð bíður nú eftir að andmælum frá Margeiri og mun síðan í kjölfarið taka málið fyrir. Því næst fer það til lögreglustjórans sem tekur endanlega ákvörðun um hvort að staðirnir tveir fái leyfi eða ekki. Ef umsögn borgarráðs verður neikvæð, á lögreglustjóri að synja beiðni um áframhaldandi leyfi, samkvæmt lögum. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
„Ég er búinn að vera í þessum bransa í tuttugu ár, það er svo fjarri því að ég sé að fara loka," segir Margeir Margeirsson, eigandi veitingastaðanna Monte Carlo og Mónakó við Laugaveg. Skrifstofustjóri borgarstjórnar hefur lagt það til við borgarráð að það leggist gegn því að veitingastaðirnir tveir fái rekstrarleyfi. Eins árs bráðabirgðaleyfi rann út í febrúar síðastliðnum og nú er staðan sú að borgarráð þarf að gefa út umsögn um hvort að leyfin skuli verða endurnýjuð. Margeir segir málið vera fjarstæðukennt og sé fjarri raunveruleikanum. „Þetta er svona álíka fjarri lagi og ef ég segði þér að það væri myrkur úti. Þetta er persónuleg árátta Stefáns Eiríkssonar [lögreglustjóra í Reykjavík, innsk.blm.], sem er búinn að fá fólk með sér í lið til að reyna koma mér af Laugaveginum," segir Margeir. Skrifstofustjóri borgarstjórnar segir í bréfi sínu til borgarráðs að ráðið skuli veita neikvæða umsögn um umsókn fyrir rekstrarleyfi staðanna. Í bréfinu segir að þrátt fyrir bráðabirgðaleyfi til eins árs hafi ekki verið gerðar úrbætur og til dæmis virðist brotum og verkefnum lögreglu hafa fjölgað á ný. „Ég er búinn að fá skráðar lögregluskýrslur allt árið, sem sýna fram á það að þessi svokölluðu 130 brot varða flest ekki staðina mína," segir hann og kveðst hafa litlar áhyggjur af málinu. „Eins og ég segi, ég hef engar áhyggjur af þetta fólk geti lokað hjá mér, mér bara leiðist að þau séu að eyða tíma sínum í þetta. Ég er ósáttur við fíflagang, borgin er að eyða tímum og kröftum sinna manna í að berjast við vindmyllur, því þetta er bara vitleysa." „Ef þetta fólk heldur að það sé kjörið í borgarstjórn Reykjavíkur til að hjálpa Stefáni að brjóta lög á mér aftur og aftur, þá er það ekki þannig. Mínir lögfræðingar munu koma til með að svara þessu af fullri hörku," segir hann. Borgarráð bíður nú eftir að andmælum frá Margeiri og mun síðan í kjölfarið taka málið fyrir. Því næst fer það til lögreglustjórans sem tekur endanlega ákvörðun um hvort að staðirnir tveir fái leyfi eða ekki. Ef umsögn borgarráðs verður neikvæð, á lögreglustjóri að synja beiðni um áframhaldandi leyfi, samkvæmt lögum.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira