Starfsfólki sýndur aukinn sveigjanleiki 19. ágúst 2011 08:00 Allt stefnir í að verkfall leikskólakennara hefjist á mánudaginn. fréttablaðið/vilhelm Nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins hafa nú fundað um hvernig bregðast skuli við ef til verkfalls leikskólakennara kemur á mánudag. Ljóst er að verkfallið mun hafa mikil áhrif í samfélaginu, eða á um fjórtán þúsund fjölskyldur og sextán þúsund börn. Forsvarsmenn tölvuleikjaframleiðandans CCP hafa ákveðið að koma upp barnagæslu í höfuðstöðvum fyrirtækisins, en þar er herbergi með afþreyingarefni fyrir börnin. Þá munu starfsmenn sjálfir sjá um að passa börnin. Um 300 manns starfa hjá CCP. Stoðtækjaframleiðandinn Össur mun ekki hafa barnagæslu á sínum snærum. Starfsmannastjóri fyrirtækisins, Jón Kr. Einarsson, telur slíkt vera á gráu svæði er varðar verkfallsreglur, en fólki verði vissulega sýndur aukinn sveigjanleiki og boðið upp á möguleikann að vinna heima þar sem það á við. Um 320 starfsmenn vinna hjá Össuri á Íslandi. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir að ef til verkfalls komi muni það hafa gífurleg áhrif á starfsmenn bankans. „Það er gríðarlegur fjöldi fólks hér með börn á leikskólaaldri. Við munum reyna eftir fremsta megni að sýna fólki sveigjanleika og einhverjir geta kannski unnið heima hjá sér,“ segir Kristján. „Einhverjir geta kannski tekið börnin með, en það er auðvitað ekki á þau leggjandi að vera föst á vinnustað allan daginn.“ Kristján segir meginvandann vera hjá þeim sem þjónusta viðskiptavini í útibúum, sem eru 45 talsins um land allt. „En það kemur ekki til greina af okkar hálfu að setja upp einhvers konar pössun eða eitthvað slíkt. Enda er það sennilega verkfallsbrot,“ segir hann. Um 1.250 manns vinna hjá Landsbankanum. Ómar Örn Jónsson, markaðsstjóri Öryggismiðstöðvarinnar, segir fólk vera að kanna þann fjölda starfsmanna sem eigi börn á leikskólaaldri. Nauðsynlegt sé að bregðast við á einhvern hátt ef til verkfalls komi. „Við erum með barnaherbergi á staðnum og erum að viðra þá hugmynd að foreldrar geti skipt með sér barnapössun. Þetta mun hafa gífurleg áhrif á fyrirtækið ef helmingur starfsmanna þarf að vera heima með börnin.“ Ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum leikskólakennara og sveitarfélaganna. Þó verður áfram reynt að ná sátt og hefur verið boðað til fundar klukkan tíu í dag.sunna@frettabladid.is Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins hafa nú fundað um hvernig bregðast skuli við ef til verkfalls leikskólakennara kemur á mánudag. Ljóst er að verkfallið mun hafa mikil áhrif í samfélaginu, eða á um fjórtán þúsund fjölskyldur og sextán þúsund börn. Forsvarsmenn tölvuleikjaframleiðandans CCP hafa ákveðið að koma upp barnagæslu í höfuðstöðvum fyrirtækisins, en þar er herbergi með afþreyingarefni fyrir börnin. Þá munu starfsmenn sjálfir sjá um að passa börnin. Um 300 manns starfa hjá CCP. Stoðtækjaframleiðandinn Össur mun ekki hafa barnagæslu á sínum snærum. Starfsmannastjóri fyrirtækisins, Jón Kr. Einarsson, telur slíkt vera á gráu svæði er varðar verkfallsreglur, en fólki verði vissulega sýndur aukinn sveigjanleiki og boðið upp á möguleikann að vinna heima þar sem það á við. Um 320 starfsmenn vinna hjá Össuri á Íslandi. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir að ef til verkfalls komi muni það hafa gífurleg áhrif á starfsmenn bankans. „Það er gríðarlegur fjöldi fólks hér með börn á leikskólaaldri. Við munum reyna eftir fremsta megni að sýna fólki sveigjanleika og einhverjir geta kannski unnið heima hjá sér,“ segir Kristján. „Einhverjir geta kannski tekið börnin með, en það er auðvitað ekki á þau leggjandi að vera föst á vinnustað allan daginn.“ Kristján segir meginvandann vera hjá þeim sem þjónusta viðskiptavini í útibúum, sem eru 45 talsins um land allt. „En það kemur ekki til greina af okkar hálfu að setja upp einhvers konar pössun eða eitthvað slíkt. Enda er það sennilega verkfallsbrot,“ segir hann. Um 1.250 manns vinna hjá Landsbankanum. Ómar Örn Jónsson, markaðsstjóri Öryggismiðstöðvarinnar, segir fólk vera að kanna þann fjölda starfsmanna sem eigi börn á leikskólaaldri. Nauðsynlegt sé að bregðast við á einhvern hátt ef til verkfalls komi. „Við erum með barnaherbergi á staðnum og erum að viðra þá hugmynd að foreldrar geti skipt með sér barnapössun. Þetta mun hafa gífurleg áhrif á fyrirtækið ef helmingur starfsmanna þarf að vera heima með börnin.“ Ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum leikskólakennara og sveitarfélaganna. Þó verður áfram reynt að ná sátt og hefur verið boðað til fundar klukkan tíu í dag.sunna@frettabladid.is
Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira