Erlent

Ísbirnir éta ungviði í meira mæli

mynd/AFP
Á ferðalagi sínu um Svalbarða náði ljósmyndarinn Jenny E. Ross áhrifamiklum myndum af fulltíða ísbirni drepa og éta bjarnarhún.

Ross nálgaðist bjarndýrið á báti. Í fjarska sá hún að dýrið var með bráð en þegar hún nálgaðist björnin tók hún eftir því að bráðin var óvanaleg. Björnin tók eftir bátnum og hóf að draga bráð sína meðfram ísbreiðunni. Í ljós kom að bráðin var ísbjörn á unglingsaldri.

Dýrin eru þekkt fyrir að drepa ungviði sín og éta þegar lítið er um fæði. En Ross segir að hegðunin verði sífellt algengari.

Í kjölfar loftslagsbreytinga eru ísbirnirnar mun oftar fastir á landi þar sem lítið er um fæðu. Því neyðast stærri birnir til að drepa ungviðin.

Afar sjaldgæft er að myndir náist af ránlífi ísbjarna innan tegundarinnar og hafa ljósmyndir Ross því vakið mikla athygli.

Hægt er að skoða ljósmyndir Jenny E. Ross hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×