Erlent

Aftur komin á toppinn

Amy Winehouse á tónleikum í Frakklandi.
Amy Winehouse á tónleikum í Frakklandi. mynd/AFP
Söngkonan Amy Winehouse er á ný komin í efsta sæti vinsældarlistans í Bretlandi. Platan Lioness: Hidden Treasures kom út á mánudaginn í síðustu viku, rúmlega fjórum mánuðum eftir dauða hennar.

Winehouse lést á heimili sínu 23. júlí síðastliðinn. Dánarorsök hennar var óhófleg áfengisneysla.

Á plötunni Lioness: Hidden Treasures má finna aukefni af fyrri plötum hennar, Back to Black og Frank.

Hluti ágóðans rennur til stuðningssjóðs í nafni Winehouse.

Móðir Winehouse segir það vera stórkostlega tilfinningu að vita til þess að dóttir hennar sé enn að snerta hjörtu fólks.

Talsmaður smásölukeðjunnar HMV segir vinsældir plötunnar vera ótrúlegar. Honum grunar að platan verði í efstu sætum vinsældarlistans yfir jólahátíðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×