Erlent

Pútín viðstaddur opnun kjarnakljúfs

Frá mótmælunum á laugardaginn.
Frá mótmælunum á laugardaginn. mynd7AFP
Forsætisráðherrann Vladimír Pútín sótti opnunarathöfn nýs kjarnakljúfs í Rússlandi í dag. Þetta var fyrsta opinbera erindagjörð hans síðan mótmælin hófust þar í landi á laugardaginn. Mótmælendur krefjast þess að framkvæmd þingkosninga þar landi verði rannsökuð en fregnir hafa borist af víðtæku kosningasvindli.

Áætlað er að reisa tugi kjarnaofn í Rússlandi á næstu áratugum og hefur Pútín stutt þær áætlanir.

Pútín sækist eftir því að verða kjörinn forseti í mars á næst ári en hann var forseti Rússlands á árunum 2000 til 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×