Erlent

Lil' Drac nýtur sín meðal mannfólksins

Ávaxtaleðurblakan Lil' Drac var yfirgefinn af móður sinni eftir að dýragarðurinn sem hún bjó í var lokað. Samtökin Bat World Sanctuary komu honum til bjargar og tóku hann í fóstur.

Mæður ávaxtaleðurblakna yfirgefa oft á tíðum ungviði sín þegar áföll eiga sér stað. Gríðarlegur fjöldi leðurblaknaunga verða munaðarlausir á hverju ári og hafa samtökin nú þegar tekið hundruði leðurblakna í fóstur.

En tilfelli Lil' Drac virðist vera sérstakt. Hann er afar gæfur og er hæst ánægður þegar starfsmenn hjálparsamtakanna strjúka honum um kviðinn með blautum bómulli.

Starfsmennirnir reyna að líkja eftir snertingu móðurinnar og er blautur bómull hentugur til þess.

Lil' Drac lærði einnig að drekka mjólkurformúlu sína í gegnum svamp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×