Erlent

Býður sig fram gegn Pútín

Mikhail Prokhorov
Mikhail Prokhorov mynd/AFP
Rússneski auðkýfingurinn Mikhail Prokhorov tilkynnti í dag að hann ætlaði að bjóða sig fram gegn Vladimír Pútín í forsetakosningunum á næsta ári.

Prokhorov segir ákvörðunina vera þá mikilvægustu sem hann hafi nokkurn tíma tekið.

Flokkur Pútíns sigraði naumlega í þingkosningum fyrr í mánuðinum. Í kjölfar kosninganna bárust fregnir af víðtæku kosningasvindli og var víða mótmælt í Rússlandi á laugardaginn síðastliðinn.

Samkvæmt tímarítinu Forbes er Prokhorov þriðji ríkasti maður Rússlands. Hann er metinn á 18 milljarða dollara.

Prokhorov er einnig eigandi bandaríska körfuboltaliðsins New Jersey Nets.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×