Erlent

Tyggigúmmí eykur einbeitingu

Knattspyrnumaðurinn Lionel Messi þarf á allri þeirri einbeitingu sem völ er á.
Knattspyrnumaðurinn Lionel Messi þarf á allri þeirri einbeitingu sem völ er á. mynd/AFP
Þrátt fyrir að tyggigúmmí hafi í áraraðir verið bannað í skólastofum þá benda niðurstöður nýlegrar rannsóknar til að nemendur sem nota tyggigúmmí fyrir próf fái hærri einkunnir en aðrir.

Vísindamenn við Sankti Lawrence háskólann í New York létu tugi stúdenta fá tyggigúmmí fimm mínútum fyrir próf. Þessir nemendur fengu yfirleitt hærri einkunnir en þeir sem ekki notuðu tyggjó rétt fyrir prófið.

Talið er að tyggið örvi heilaboð og einbeitingu. Hið sama má segja um allar líkamlega starfsemi en rannsóknin sýnir að slík starfsemi þarf ekki að vera mikil svo að árangur sjáist.

Þeir nemendur sem voru beðnir um að tyggja tyggigúmmí á meðan þeir tóku prófið fengu hins vegar yfirleitt lægri einkunnir en samnemendur sínir. Talið er að neysla tyggigúmmís hafi öfug áhrif á meðan nemendur taka prófið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×