Erlent

Kæfði unnustu sína í svefni

Trigg sagði að hann og Nicholson hefðu haldið utan um hvort annað þegar þau féllu í svefn.
Trigg sagði að hann og Nicholson hefðu haldið utan um hvort annað þegar þau féllu í svefn. mynd/GETTY
Fyrrverandi kokkur varð unnustu sinni að bana eftir að hann sofnaði ofan á henni.

Við réttarrannsókn kom í ljós að Robert Trigg og Susan Nicholson hefðu átt makindalegt kvöld í sófanum. Þau sofnuðu bæði og svo virðist sem að Trigg hafi fært sig í svefni svo að Nicholson kafnaði.

Trigg, sem er 47 ára gamall og rúmlega 80 kíló að þyngd, sagðist sofa fast. Honum var sleppt án ákæru.

Miðað við áverka á andliti Nicholson komst réttarrannsóknin að því að hún hefði getað kafnað á 15 sekúndum.

Trigg sagði að hann og Nicholson hefðu haldið utan um hvort annað þegar þau féllu í svefn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×