Erlent

Danir vilja þjóðaratkvæði um samkomulag ESB

Meirihluti Dana vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um samkomulagið sem náðist á leiðtogafundi Evrópusambandsins í lok síðustu viku.

Ný skoðanakönnun leiðir í ljós að danska þjóðin er klofin í afstöðu sinni til breytinga á Evrópusambandinu. Þannig telja 43% Dana að landið eigi að halda sig frá því samkomulagi sem náðist á leiðtogafundinum, 33% vilja samþykkja samkomulagið og um fjórðungur kjósenda hefur ekki gert upp hug sinn til málsins.

Hinsvegar er traustur meirihluti eða 54% sem vilja fá að kjósa um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Umræður um samkomulagið, sem felur m.a. í sér hertari reglur um fjárlagagerð, hefjast á danska þinginu í dag.

Í frétt um málið í viðskiptablaðinu Börsen segir að merkjanlegur munur sé á afstöðu fólks eftir stjórnmálaflokkum. Þannig eru kjósendur vinstriflokkanna yfirleitt mótfallnir fyrirhuguðum breytingum á Evrópusambandinu en kjósendur hægri flokkanna eru hlynntir því. Könnunin leiddi m.a. í ljós að nær sjötti hver kjósandi Radikale flokksins vill samþykkja breytingarnar án frekari umræðu um þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×