Erlent

Hluti af Frozen Planet tekinn upp í dýragarði

Í ljós er komið að hluti af hinni áhrifamiklu sjónvarpsþáttaröð Frozen Planet sem BBC gerði var tekinn upp í dýragarði í Hollandi en ekki á auðnum Norðurpólsins.

Myndskeiðið sem hér um ræðir er af fæðingu ísbjarnarunga.  BBC liggur undir gagnrýni fyrir þetta en forráðamenn BBC segja að þessi vinnubrögð séu algeng í náttúrulífsþáttum þar sem ekki sé mögulegt að ná myndskeiðum í náttúrunni eins og þeim, sem sjást af fæðingunni í þáttunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×